Á afmælisdaginn sjálfan, laugardaginn 21. júní, voru svo 2 veislur, þ.e. 2 holl og það var allt saman vel lukkað og skemmtilegt. Í fyrra holið komu vinkonur mömmu með ungana sína og eiginmenn, sumar voru reyndar út á landi svo þetta varð fámennt hjá okkur en engu að síður afskaplega notalegt. Að lokum fylltist hér allt húsið seinnipartinn af ættingjum og vinum og fögnuðu með prinsinum...engu líkara en hér væri verið að ferma drenginn ;) Ja, það er allavega frábært að vera loksins komin í nógu stóra íbúð til þess að geta haldið svona veislur og vonandi verða þær sem flestar í framtíðinni. Um kvöldið kíktu svo Árni frændi og Giada við og færðu drengnum svakalega flott Jack Sparrow dót OG settu það saman með honum....enda ætlaði hann varla að sleppa þeim ;)
Elvar Orri varð nú aðeins "ruddlaður" (ruglaður) af þessu stússi öllu og rétt fyrir veislu númer 2 spurði hann mömmu og pabba hvort hann væri þá núna að verða 6 ára??? Honum fannst það bara rökrétt að aldurinn hækkaði með öllum þessum afmælum ;)
Það er ekki lítið mál að vera orðinn 5 ára og vera farinn að sofa einn í eigin herbergi. Strákurinn okkar bara næstum fullorðinn, hehe. Hann er svo duglegur þessi elska, unir sér svo vel á leikskólanum og vill helst alltaf vera úti að hjóla eða að leika sér við hressa krakka. Þess á milli er hann samt alveg sáttur við að leika með allt fína dótið sitt...og heldur betur bættist nú við af flottu dóti um helgina!
Vorum að enda við að setja inn myndir af stuðinu.
Bless í bili!
