15 september 2008

Þá er annasöm en skemmtileg helgi að baki. Þetta var sannkölluð afmælishelgi því okkur var boðið í hvorki meira né minna en þrjár afmælisveislur. Á laugardaginn fórum við til hennar Rebekku Lífar, fjögurra ára skottu, og þaðan lá leið okkar beint til Arons Atla sem hélt upp á sex ára afmælið sitt. Svo tókum við Elvar Orri sunnudaginn snemma og brunuðum í átta ára afmælið hennar Andreu Sifjar. Pabbagreyið missti af þeirri veislu þar sem hann þurfti að vinna...en við borðuðum bara fyrir hann ;)

Annars er lífið bara ljúft þessa dagana, þ.e. eftir að við jöfnuðum okkur á pestarstússinu sem hrjáði okkur í næstum 3 vikur! Elvar Orri er byrjaður að æfa fótbolta með Val og fimleika með Ármanni, nóg að gera hjá ungum manni. Foreldrarnir höfðu nú smá áhyggjur af því að þetta væri of mikið fyrir hann en sannfærðumst síðan um að svo er ekki...einn daginn kom hann heim, eftir að hafa verið fullan dag á leikskóla og farið svo í fótboltann, og tók nokkrar hressandi æfingar í stofunni ;)

Svo fórum við nú í leikhús um daginn og sáum Gosa með Stínu og Emblu Ýr. Þetta var í fyrsta sinn sem Elvar Orri fór í leikhús með okkur en hann fór einu sinni með leikskólanum sínum í Edinborg. Hann var afskaplega prúður á Gosa og þau frændsystkinin skemmtu sér vel. Og ekki var vera að fá að hitta þá félaga, Gosa og Tuma, eftir sýninguna!

Elvar Orri er búinn að ákveða að verða listamaður, "eins og Erró", þegar hann verður stór. Þetta tilkynnti hann Mundu ömmu í gærkvöld. Hann hefur mikinn áhuga á Erró og Kjarval (sem er kannski ekki skrýtið þar sem móðir hans vinnur á Listasafni Rvk og hann hefur nokkrum sinnum komið í heimsókn). Þegar amma hans spurði svo hvort hann ætlaði ekki að verða flugumferðastjóri eins og pabbi svaraði hann: "Jú, smá"...framtíðarplönin eru sem sagt listamaður og smá flugumferðastjóri ;)

Litli bróðir ber oft á góma hér á bæ og Elvar Orri spáir mikið í því hvenær hann komi og hvort hann þurfi ekki að læsa herberginu sínu fyrir honum. Hann vill samt að hann sofi upp í hjá sér...hefur bara smá áhyggjur af legóinu, það er nefnilega allt of lítið fyrir svona smábörn ;) Það er bara yndislegt að fylgjast með honum í þessum pælingum og heyra hann tala fallega um litla bróðir og við erum öll vægast sagt óþolinmóð eftir komu hans :/ En þolinmæðin þrautir allar vinnur...segja þeir sem allt vita ;)

Segjum þetta gott í bili úr Skaftahlíðinni

03 september 2008

Gestabók...

Vorum að prufa að setja upp gestabók, vonandi virkar það allt saman. Þannig að endilega sendið okkur línu :)

01 september 2008

Myndir myndir...


Erum sko alveg að standa okkur í þessu ;) Vorum að dúndra inn myndum á myndasíðuna....