Þá er stóri strákurinn okkar byrjaður á fullu í skólanum og fótboltanum. Það var mikil spenna hjá skóladrengnum fyrstu dagana enda stórt skref að byrja í 1. bekk. Nú þegar ca. tvær vikur eru liðnar virðist hann bara pluma sig vel og vera farin að mynda tengsl við félagana. Þar hjálpar reyndar fótboltinn til enda eru þetta flest harðir Valsarar ;) Foreldrunum finnst nú sumir dagarnir nokkuð langir en þá er farið í frístund eftir skóla, með rútu úr frístund í fótboltann og svo er drengurinn sóttur rétt fyrir fimm...úff, en hann er alsæl með þetta.
Það eru líka breytingar í vændum hjá litla kallinum en hann er búinn að fá inni á Stakkaborg og mátti byrja í aðlögun í byrjun september...en foreldrarnir fengu nú bara vægt sjokk yfir hraðanum á þessu öllu og ákváðu að borga fyrir september en byrja ekki fyrr en í byrjun október. Þá hafa múttan og lilleman auka mánuð til að dúllast saman á daginn og venjast tilhugsuninni ;) Svo erum við svo heppinn að hafa haft pabbakallinn í smá fríi en hann átti dálítinn tíma eftir af feðraorlofinu og er búin að vera að dúllast hér heima með okkur síðustu tvær vikurnar.
Þó það sé nú erfitt að sjá á eftir þessu góða sumri ætlum við hér í Skaftahlíðinni að njóta haustsins í botn. Erum búin að fara í berjamó þar sem við tíndum eitthvað af aðalbláberjum og einnig erum við búin að tína svoldið af rifsberjum. Svo finnst okkur nú alltaf eitthvað heillandi við að stappa í pollum í mildri haustrigningunni ;) Á morgun ætlum við svo að bruna vestur í Dýrafjörð og vera yfir helgina. Það er alveg ómissandi að fá smá skammt af vestfirskri orku fyrir veturinn ;)
Segjum það gott í bili, erum að dunda við að tína inn síðustu myndir sumarsins.