22 október 2010

Hér er nú bara orðið rykfallið...

...það er orðið svo langt síðan eitthvað gerðist á síðunni ;)

Spurning um að skella inn smá fréttum af dýnamíska dúóinu í Skaftahlíðinni. Þeir bræður eru ferskir sem endranær og eru báðir lukkulegir í sínum skóla og leikskóla. Haukur Máni færðist upp á eldri deild í haust og er nú á Kattholti og er bara alsæll þar. Elvar Orri stundar námið í 2. bekk og fótboltann af fullu kappi. Hefur verið ansi duglegur að æfa þrusufótinn undanfarið og er duglegur að setja inn mörkinn ;)

Bræðurnir fóru í pössun í byrjun september, þegar foreldrasettið skellti sér til New York, og var það í fyrsta skiptið sem Haukur Máni var án foreldrana lengur en eina nótt. Það var því svoldið erfitt fyrir gamla settið að kveðja en ungherrann stóð sig eins og hetja, undi sér bara mjög vel hjá Stínu frænku og hennar fjölskyldu.

Um mánaðarmótin sept.-okt. var heimilið undirlagt af afmælisundirbúningi og afmælishaldi, það dugði nú ekkert minna en tvær veislur fyrir þriggja ára snúðinn. Hann var náttúrulega ægilega montinn með sig og ánægður með allar fínu gjafirnar sem hann fékk.

Í þessum rituðu orðum er hafið vetrafrí hjá Elvari Orra og múttunni og ætla þau að njóta þess að dúllast saman í dag. Embla Ýr frænka er líka í vetrarfríi og fékk að gista í nótt og nú dunda þau frændsystkinin við að byggja púða/sængurhús í stofunni....mikið stuð ;)



Fyrsti dagurinn í vetrarfríinu var reyndar í gær hjá Elvari og áttu þeir pabbinn góðan dag saman...fóru í klippingu, skelltu sér í keilu og höfðu það huggulegt. Á mánudaginn er svo ætlunin að gefa Hauki Mána frídag og þá ætlar fjölskyldan að dúllast saman allan daginn :) Yndislegt að fá svona frí til þess að hlaða batteríin.



Segjum þetta gott í bili, vonum nú að hér kíki enn einhver inn ;)

Knús úr Skaftahlíðinni :*