"Ég trúi á Grýlu á jólunum!" segir lítill snúður um leið og hann bryður grýlukerti sem hann hafði krækt sér í. Þegar móðir hans hváir við kemur útskýringin: "Já af því hún býr til svo góð grýlukerti!". Já Grýla er greinilega tekin í sátt á þessum árstíma....yfirleitt má nú ekki minnast á hana án þess að það komi skelfingarsvipur á snúðinn :)
Jólaskapið er svona að færast yfir mannskapinn þessa dagana...Elvar hefur reyndar spurt í hvert sinn sem það hefur snjóað hvort það séu komin jól. Hann var búin að bíta í sig að snjórinn kæmi á sama tíma og jólin og fannst þetta nokkuð ruglandi :)
Hann var nú líka ansi glaður þegar mamma og pabbi drifu upp seríur í herbergið hans, enda hafði hann tilkynnt mömmu sinni það nokkrum dögum áður að það væri ekki orðið neitt jólalegt í sínu herbergi. Snúðurinn ljómaði því jafn fallega og seríurnar þegar foreldrarnir voru búin að skella seríunum upp og nú sofnar hann vært í birtunni frá ljósunum.
Ásamt því að vera byrjuð að undirbúa jólin erum við á fullu við að finna út hvernig best er að koma sér út til Indlands þegar kallið kemur...og við vonumst til að það komi í fyrripart janúar. Það er alger frumskógur að finna út hvaða leið sé hentugust, bæði peningalega og tímalega séð, og hvar sé nú best að millilenda...en það er nú líka gaman að dúlla sér við þetta og láta sig dreyma um að hitta loks litla prinsinn sinn :)
Jæja, segjum þetta gott í bili. Ritarinn ætlar að halda áfram að setja upp jólaljós í barnlausu húsi. Elvari Orra var boðið að gista hjá Höskuldi Ægi og Emblu Ýr og hann þáði það med det samme!
29 nóvember 2008
08 nóvember 2008
Einu skrefi nær...
....því að fá litla molann heim! Við fengum loks þær langþráðu fréttir að við værum búin að fá svokallað NOC-bréf (No objection certificate). Næst fer svo málið fyrir dóm og því næst verður lagt í að útbúa vegabréf fyrir Hauk Mána Somdip Arnarsson :) Þetta lítur sem sagt allt saman vel út en líkurnar á að fara út fyrir jól eru ekki miklar. Hins vegar er mjög líklegt að við leggjum í hann fyrripart janúar. Nú bíðum við eftir að fá jafnvel nýjar myndir af litla stubb, gæti gerst á næstu vikum. Við fengum eina mynd af honum í október en megum í raun ekki setja myndir af honum á netið strax...best að fylgja öllum reglum varðandi það :) En það var æðislegt að sjá svona nýja mynd og sjá hvernig hann dafnar...afskaplega flottur drengur með falleg forvitin augu...
Við erum sem sagt ansi kát þessa dagana og erum handviss um að tíminn fram að jólum eigi eftir að líða hratt eins og venjan er með þessa mánuði. Við erum svona aðeins að byrja á jólaundirbúningi, ágætt að vera snemma í því (erum samt kannski ekkert rosa snemma í því?). Lífið gengur að öðru leyti sinn vanagang hér í Skaftahlíðinni, pabbinn stundar sína vinnu, mamman tók að sér forfallakennslu fram að fæðingarorlofi og stóri gaurinn okkar (ekki hægt að kalla hann litla barnið lengur ;) er ánægður í sínum leikskóla ásamt því að stunda fimleika og fótbolta. Við erum líka að reyna að vera dugleg að bjóða vinum heim og einnig er Elvar farinn að fara í heimsókn sjálfur til vinkonu sinnar sem býr í næsta stigagangi.
Svo kom nú að því að drengurinn færi loks í 5 ára skoðunina...það dróst aðeins hjá okkur :o) Hann mælist nú 107 cm og er 16,6 kíó...nettur drengur...en samsvarar sér vel. Að lokum þurfti svo að sprauta stubbinn...hann varð aðeins skelkaður en stóð sig eins og hetja...heyrðist ekki í honum þegar stungan kom og bara eitt "Áiii" þegar vökvanum var dælt inn. Menn voru líka svoldið ánægðir með sig eftir þetta...að hafa farið í gegnum sprautu án tára ;)
Segjum þetta gott í bili og sendum bjartsýniskveðjur til ykkar allra :)
p.s. vorum að bæta við myndum í októberalbúmið...héldum smá hrekkjavökuteiti og þetta eru myndir frá því...mikið stuð :)
Við erum sem sagt ansi kát þessa dagana og erum handviss um að tíminn fram að jólum eigi eftir að líða hratt eins og venjan er með þessa mánuði. Við erum svona aðeins að byrja á jólaundirbúningi, ágætt að vera snemma í því (erum samt kannski ekkert rosa snemma í því?). Lífið gengur að öðru leyti sinn vanagang hér í Skaftahlíðinni, pabbinn stundar sína vinnu, mamman tók að sér forfallakennslu fram að fæðingarorlofi og stóri gaurinn okkar (ekki hægt að kalla hann litla barnið lengur ;) er ánægður í sínum leikskóla ásamt því að stunda fimleika og fótbolta. Við erum líka að reyna að vera dugleg að bjóða vinum heim og einnig er Elvar farinn að fara í heimsókn sjálfur til vinkonu sinnar sem býr í næsta stigagangi.
Svo kom nú að því að drengurinn færi loks í 5 ára skoðunina...það dróst aðeins hjá okkur :o) Hann mælist nú 107 cm og er 16,6 kíó...nettur drengur...en samsvarar sér vel. Að lokum þurfti svo að sprauta stubbinn...hann varð aðeins skelkaður en stóð sig eins og hetja...heyrðist ekki í honum þegar stungan kom og bara eitt "Áiii" þegar vökvanum var dælt inn. Menn voru líka svoldið ánægðir með sig eftir þetta...að hafa farið í gegnum sprautu án tára ;)
Segjum þetta gott í bili og sendum bjartsýniskveðjur til ykkar allra :)
p.s. vorum að bæta við myndum í októberalbúmið...héldum smá hrekkjavökuteiti og þetta eru myndir frá því...mikið stuð :)
Gerast áskrifandi að:
Ummæli (Atom)