...vorum að setja inn myndir af orkuboltunum tveimur.

Drengirnir eru hressir að vanda og sá stærri er farinn að hlakka mikið til páskanna. Hann er nú þegar komin með 2 egg upp í skáp, fær eitt frá foreldrunum og svo komu Steinunn amma og Siggi afi með Marsbúaegg handa gaurnum í gær...svo það er komið súkkulaðiblik í brúnu augun ;) Helgin okkar var ansi góð, byrjuðum hana á að fara í bíó með Stínu, Emblu Ýr og Höskuldi Ægi og sáum Monsters vs. Aliens...mælum sko með henni! Á laugardaginn komu Óli og Þórunn og Stína, Mummi og Embla Ýr í mat til okkar og fullorðna fólkið spilaði á meðan Elvar og Embla höfðu það kósí með snakk, nammi og mynd. Svo fékk Embla Ýr að gista...fínt að hafa lausa koju til að bjóða gestum :) Elvar Orri er nefnilega kominn með þessar líka fínu kojur í herbergið sitt. Á sunnudaginn fengum við líka fína gesti. Siggi afi, Steinunn amma, Árni og Giada, Hildur og strákarnir komu í sunnudagskaffi til okkar. Elvari finnst nú ekki leiðinlegt að hafa stóru frændurna hjá sér og tókst að fá þá með sér út í fótbolta.
Elvar Orri gerir sitt besta þessa dagana til að sofa í nýju kojunum. Hann er voðalega ánægður með þær og finnst mikið sport að sofa í efri kojunni. Múttunni fannst svoldið erfitt að hafa hann svona hátt uppi fyrstu nóttina og var alltaf að kíkja á hann en hann fer varlega. Eitt kvöldið bað hann þó um að sofa í neðri kojunni og þegar mútta kíkti á hann rétt fyrir miðnætti lá hann á gólfinu...þannig að hann dettur ekki úr efri kojunni, bara þeirri neðri ;) Honum gengur svona upp og ofan að sofa í sínu bæli alla nóttina...það er bara svo gott að koma upp í og kúra ;)

Litli snúðurinn er nú ekkert að pæla í páskum né súkkulaðiáti. Foreldrarnir eru nú svo leiðinlegir að ætla ekkert að kynna hann fyrir páskaeggjum þetta árið :) Hann skellti sér svo í 18 mánaða skoðunina fyrir helgi og stóð sig vel...grét nú samt aðeins þegar læknirinn og hjúkkan fóru að kíkja á hann og varð ægilega sár þegar sprautan kom en niðurstaðan er þessi: snáðinn er 77,3 cm langur og 9,53 kg að þyngd. Þannig að eitthvað hefur tognað á honum og þyngst í honum síðan hann kom heim :)
Segjum það gott í bili, farið varlega í páskaeggin :)