
Höfðum það loks af að skella inn myndum úr skírn Hauks Mána og einnig myndum frá fyrri vesturferð okkar í júní. Haukur Máni var skírður í Keldudal 27. júní og áttum við yndislegan dag þar. Skírnarbarnið stóð sig vel í kirkjunni en var svo sem ekkert að sitja á rassinum og safna spiki á meðan á athöfn stóð...nei, hann var bara eins og hvert annað ofurhresst næstum-því-tveggja-ára barn og skoðaði kirkjuna og kirkjumuni vel :) Að athöfn lokinni var haldin veisla í sumarbústaðnum Gröf og vorum við öll himinlifandi með þennan fallega dag.
Hér á bæ eru annars allir hressir og hafa vægast sagt verið mjög önnum kafnir við að njóta veðurblíðunnar. Við höfum verið dugleg við að fara á róló, í húsdýragarðinn og hitta skemmtilegt fólk. Strákarnir njóta þess báðir í botn að dunda úti í sólinni og viljum við helst bara hafa þetta svona alltaf :)
Nú er undirbúningur fyrir næstu vesturferð hafinn og Elvar Orri er orðinn spenntur að komast aftur í Keldudalinn. Við stefnum að því að fara jafnvel af stað á mánudaginn og gista einhversstaðar á leiðinni. Erum að renna hýru auga til Tálknafjarðar og skoða þá Rauðasand líka en þangað er okkur lengi búið að langa til að komast. Svo stefnum við auðvitað á að vera í mikilli gleði í Keldudalnum um verslunarmannahelgina með fullt af skemmtilegu fólki.
Sumarkveðjur úr skaftó :*