19 febrúar 2010

Fullt, fullt af nýjum myndum!



Vetrarfrí

Nú er fjölskyldan í Skaftahlíðinin í vetrarfríi og hefur það huggulegt saman. Reyndar var nú lillemann sendur á leikskólann þar sem ákveðið var að nýta fríið í að taka vinnuherbergið í gegn. Húsið er því á hvolfi þessa stundina og lítið fjör fyrir ungann mann að þvælast í draslinu :) En við ætlum nú líka að gera eitthvað skemmtilegt saman, svona á meðan málninginn þornar; fara í bíó, gönguferð í bæ og jafnvel að skella okkur á kaffihús. Elvar Orri hefur það gott og fagnar fríinu. Hann er mjög ánægður í skólanum sínum en finnst samt alltaf best að vera bara heima...eða í heimsókn hjá einhverjum af ættingjunum. Í gær fékk Embla Ýr frænka að gista hjá okkur þar sem hún er líka í fríi og það er búið að vera mikið fjör hjá frændsystkinunum.

Það er margt sniðugt sem dettur upp úr stóra stráknum okkar og í gær fékk hann foreldrana heldur betur til að skella upp úr. Hann og Embla Ýr voru að leika sér inn í herbergi og við foreldrarnir stóðum fram á gangi og vorum eitthvað að grínast. Þá segir Elvar Orri hlæjandi við frænku sína: "Æi hvað er nú kærustuparið að gera?". Það er nú ekki slæmt ef hann sér foreldra sína fyrir sér sem kærustupar :)

Erum að reyna að taka okkur á í myndainnsetningu og höfum nú náð þeim áfanga að setja inn myndir fram að áramótum :) Hitt kemur svo vonandi von bráðar.

Góða helgi!