08 júní 2008

"Nýjar" myndir...


...voru að detta inn á myndasíðuna.

Annars er allt gott að frétta af okkur, erum alveg að verða búin að koma okkur vel fyrir í Skaftahlíðinni. Elvar Orri unir sér vel á nýja staðnum og við höfum tekið eftir því að hann er einhvern veginn svo "content" eða ánægður...sennilega er það sambland af ánægju yfir nýju húsnæði og ánægju yfir því að þetta flutningsvesen sé yfirstaðið, enda reynir það nú aðeins á svona litla kalla að standa í svoleiðis veseni.

Þegar loks var búið að gera herbergið hans íveruhæft var hægt að byrja átakið ógurlega "Elvar að sofa í eigin rúmi-í-eigin-herbergi" og það er í mjög góðum farveg. Drengurinn er að safna sér stigum fyrir hverja nótt sem hann sofnar góður inn í herbergi og þetta hefur bara gengið eins og í sögu. Stundum kemur hann upp í um miðja nótt, en þá gerir hann það bara hljóðlega og jafnvel án þess að vekja foreldrana, en stundum tekst honum að sofa alla nóttina í eigin bæli. Þetta finnst okkur mikið afrek...enda vorum við aðeins farin að finna fyrir því að næstum-því-fimm-ára sparkari lægi á milli ;)

Síðan við fluttum inn í lok maí hafa dagarnir að mestu farið í að vinna og leikskólast og í að taka upp úr kössum. Nú er næstum allt að verða klárt og það er nú ekki seinna vænna enda styttist í afmæli drengsins. Hann er að vonum orðinn spenntur og við erum nokkrum sinnum búin að ræða hugmyndir að afmæliskökum...og alls kyns hugmyndir komið upp: geimverukaka, risaeðlukaka, sjóræningjakaka, turtleskaka...o.s.frv. Við sjáum hvað setur :p

1 ummæli:

Hlíðarásinn sagði...

Hæ elsku kallinn minn,
voða hlakka ég til (og okkur öllum) að sjá nýja heimilið ykkar og ekki síst nýja herbergið þitt!
Já nú styttist í að við látum sjá okkur, það er nú búið að vera hálfgert pestabæli hérna í Mosó...
Fyrst Harpa Rós, svo pabbi, svo Harpa Rós aftur með 39.5 st hita síðustu helgi og fram eftir vikunni en nú er skvísan orðin hitalaus :-) sem betur fer!
Skilaðu kveðju og knúsi til mömmu og pabba frá okkur.. við ætlum að kíkja á nýjustu myndirnar :-P
Hrefna og co!!