
...við erum enn að reyna að ná skottið á okkur með myndirnar og vorum að setja inn myndir frá verslunarmannahelginni. Settum líka inn myndir frá Edinborgarferðinni og mömmunni á þessum bæ finnst sko ekkert leiðinlegt að fara í gegnum þessar myndir...léttir lundina á þessum síðustu og verstu :)
Við erum annars nokkuð hress, reynum bara að einbeita okkur að því sem við eigum og okkur finnst dýrmætast, nefnilega fjölskyldu og vinum og af þeim eigum við nóg. Svo finnst okkur líka bara afskaplega kósí að hreiðra um okkur í Skaftahlíðinni okkar, kveikja á kertum (snáðinn hjálpar mömmu við það) og hafa huggulegt í haustinu :)
Snáðinn fór í gistingu um helgina, fékk að gista hjá ömmu og afa í Bogahlíðinni. Það gekk bara vel, þrátt fyrir smá "lítið hjarta" og hann svaf bara vel. Það skiptir okkur miklu máli að hann plumi sig vel þegar hann fer í gistingar og passanir af því það styttist jú með hverjum deginum að litli brósi verði sóttur og þá þarf nú stóri bró að vera nokkuð marga daga í pössun. Á meðan hann var í pössuninni fóru foreldrarnir í óvissuferð...enduðu í Borganesi þar sem snæddur var fínindis matur og farið á leiksýninguna Brák. Mælum eindregið með henni, alveg frábær skemmtun og afbragðs leikur. Ekki leiðinlegt að eyða laugardagskveldinu svona með skemmtilegu fólki :)
Segjum það gott í bili...hafið það gott og verið góð við hvort annað :*
Skaftahlíðargengið