14 október 2008

Nýjar (gamlar) myndir...


...við erum enn að reyna að ná skottið á okkur með myndirnar og vorum að setja inn myndir frá verslunarmannahelginni. Settum líka inn myndir frá Edinborgarferðinni og mömmunni á þessum bæ finnst sko ekkert leiðinlegt að fara í gegnum þessar myndir...léttir lundina á þessum síðustu og verstu :)

Við erum annars nokkuð hress, reynum bara að einbeita okkur að því sem við eigum og okkur finnst dýrmætast, nefnilega fjölskyldu og vinum og af þeim eigum við nóg. Svo finnst okkur líka bara afskaplega kósí að hreiðra um okkur í Skaftahlíðinni okkar, kveikja á kertum (snáðinn hjálpar mömmu við það) og hafa huggulegt í haustinu :)

Snáðinn fór í gistingu um helgina, fékk að gista hjá ömmu og afa í Bogahlíðinni. Það gekk bara vel, þrátt fyrir smá "lítið hjarta" og hann svaf bara vel. Það skiptir okkur miklu máli að hann plumi sig vel þegar hann fer í gistingar og passanir af því það styttist jú með hverjum deginum að litli brósi verði sóttur og þá þarf nú stóri bró að vera nokkuð marga daga í pössun. Á meðan hann var í pössuninni fóru foreldrarnir í óvissuferð...enduðu í Borganesi þar sem snæddur var fínindis matur og farið á leiksýninguna Brák. Mælum eindregið með henni, alveg frábær skemmtun og afbragðs leikur. Ekki leiðinlegt að eyða laugardagskveldinu svona með skemmtilegu fólki :)

Segjum það gott í bili...hafið það gott og verið góð við hvort annað :*
Skaftahlíðargengið

02 október 2008

Haukur Máni Somdip er 1 árs í dag!

Við verðum víst að bíða enn um sinn eftir að fá að knúsa hann og kreista en hugsum hlýtt til hans á afmælisdaginn. Elvar Orri vildi helst fá brjálaða afmælisveislu fyrir hann, og helst strax í morgun ;) en sannfærðist um að halda frekar bara almennilega upp á 2 ára afmælið...þá væri allavega afmælisbarnið á staðnum! Við ætlum samt að gera okkur glaðan dag, baka eins og eina köku og senda honum hlý hugskeyti :)

01 október 2008


"Það er að snjóa hjá ömmu hans pabba!" segir Elvar Orri einn morguninn eftir að hafa heyrt veðurfréttamanninn segja að það mætti búast við snjó á Akureyri. Okkur fannst þetta svoldið skondin athugasemd hjá honum, en hann er mikið að spá í ættartengslum þessa dagana.

Svo kom nú önnur skemmtileg athugasemd frá honum þegar hann og pabbi hans voru að horfa á sjónvarpið og eitthvað er minnst á Indland. Þá segir hann, uppveðraður: "Indland! Kannski kemur mynd af litla bróðir!" ...svo setti hann sig í stellingar og horfði stíft á sjónvarpið. Því miður kom ekki mynd af litla bróðir, en maður má nú vona ;)

Annars löllar lífið sinn vangagang hjá okkur þessa dagana og stubburinn unir sér vel í leikskólanum og stundar svo fimleikana og fótboltann af krafti. Það er ótrúlegt að það sé kominn október strax...meira hvað tíminn líður...sem er bara fínt því þá styttist í heimkomu litla mannsins okkar. Við höfum ekkert heyrt meira en gleðjum okkur við þá tilhugsun að gögnin séu loks farin út (eftir alltof langan tíma) og að vonandi fáum við myndir á næstu vikum. Það væri æðislegt að fá að sjá hvernig hann dafnar...

Erum á fullu (ja svona næstum því ;) að henda inn myndum á myndasíðuna, við erum reyndar enn að setja inn sumarmyndirnar... sem nóg er til af. Það er ekki slæmt að ylja sér við hressilegar sumarmyndir svona þegar farið er að kólna ískyggilega mikið :)

Bestu kveðjur
Elvar Orri og fylgihlutir