01 október 2008


"Það er að snjóa hjá ömmu hans pabba!" segir Elvar Orri einn morguninn eftir að hafa heyrt veðurfréttamanninn segja að það mætti búast við snjó á Akureyri. Okkur fannst þetta svoldið skondin athugasemd hjá honum, en hann er mikið að spá í ættartengslum þessa dagana.

Svo kom nú önnur skemmtileg athugasemd frá honum þegar hann og pabbi hans voru að horfa á sjónvarpið og eitthvað er minnst á Indland. Þá segir hann, uppveðraður: "Indland! Kannski kemur mynd af litla bróðir!" ...svo setti hann sig í stellingar og horfði stíft á sjónvarpið. Því miður kom ekki mynd af litla bróðir, en maður má nú vona ;)

Annars löllar lífið sinn vangagang hjá okkur þessa dagana og stubburinn unir sér vel í leikskólanum og stundar svo fimleikana og fótboltann af krafti. Það er ótrúlegt að það sé kominn október strax...meira hvað tíminn líður...sem er bara fínt því þá styttist í heimkomu litla mannsins okkar. Við höfum ekkert heyrt meira en gleðjum okkur við þá tilhugsun að gögnin séu loks farin út (eftir alltof langan tíma) og að vonandi fáum við myndir á næstu vikum. Það væri æðislegt að fá að sjá hvernig hann dafnar...

Erum á fullu (ja svona næstum því ;) að henda inn myndum á myndasíðuna, við erum reyndar enn að setja inn sumarmyndirnar... sem nóg er til af. Það er ekki slæmt að ylja sér við hressilegar sumarmyndir svona þegar farið er að kólna ískyggilega mikið :)

Bestu kveðjur
Elvar Orri og fylgihlutir

Engin ummæli: