...heldur áfram á þessum bæ og við byrjuðum ferðalaga tímabilið á því að fara vestur í Dýrafjörð í viku. Þvílík sæla að vera þar, við ætluðum varla að fást til að koma aftur í bæinn og næstum-því-sex-ára strákur tilkynnti, daginn fyrir brottför, að sá dagur yrði leiðinilegur...af því þá fengi hann ekki að vera lengur í Keldudal! Og foreldrarnir skildu þetta mætavel :) Það er eitthvað við þennan stað...klukkan skiptir engu máli og ekkert er símasambandið þarna né sjónvarpið svo auðvelt er að kúpla sig út úr öllu stressi og tali um slæmt ástand í landinu. Við vöknuðum stundum rétt fyrir hádegi og morgun/hádegismaturinn var þá bara tekin saman...kvöldmaturinn var svo stundum klukkan tíu og eftir hann kvöldganga, og háttatími þá stundum um 1 leytið...bara snilld :)
Haukurinn var sko alveg að fíla þetta ferðalag, var eins og engill alla leiðina og geri aðrir betur! Meira að segja múttan var farin að ókyrrast eftir 8 tíma ferðalag :) Við komum frekar seint til Þingeyrar, eða um ellefuleytið, og fengum að gista þá nóttina hjá langömmu og langafa. Þau voru þarna að sjá Hauk Mána í fyrsta sinn og hann gerði sitt besta til að sjarma þau...hlaupa um gangana, reyna að fikta í steinasafninu hans langafa, éta mold upp úr blómapottum, hella niður úr næstum heilli fernu af mjólk...ætli ég sé að gleyma einhverju???
Jæja nóg um það, stefnum á að henda inn myndum fljótlega (nóg var tekið af þeim eða ca. 600 stk!)
Nú og svo fórum við nú í bæinn á 17. júní, eins og ca. 50,000 þús aðrir Íslendingar og skemmtum okkur konunglega í mannmergðinni. Haukur Máni svaf nú fyrripartinn af sér en Elvar Orri sá um að gera allt þetta 17. júní-lega: candy floss, risa sleikjósnuð, veifa fána og allt saman ;) Við enduðum svo niðrí Hljómskálagarði þar sem við borðuðum nesti með ættingjum og vinum...já og eins þetta hafi ekki verið nóg stuð þá bætum við um betur og skelltum okkur á TGI's Fridays um kvöldið.
Jæja nú ætlar ritarinn í bælið, er enn á Dýrafjarðartíma og þyrfti að fara að snúa sólarhringnum við. Eins gott að vera fersk því á morgun(föstudag) verður leikskólagaura afmælisveisla hér og á sunnudaginn er svo aðaldagurinn...og tilvonandi afmælisbarn að vonum orðið spennt :)
Njótið sumarsins!
19 júní 2009
07 júní 2009
Útskriftardrengur :)

Já stóri strákurinn okkar bara útskrifaður :) Á fimmtudaginn var yndisleg útskriftarathöfn í Valskapellunni og þessi líka fíni hópur útskrifaður frá leikskólanum Sólhlíð. Mömmum og pöbbum hafði verið bent á að koma með vasaklúta og full þörf var á þeim þegar ungarnir hófu upp raust sína og sungu öll flottu lögin sem þau voru búin að æfa. Þar á meðal sungu þau Þúsaldarljóðið og fullt af fallegum lögum með ótrúlega fallegum textum...já þessi mútta þurfti fékk alla vega nokkrum sinnum tár í augun við að sjá gullið sitt ljóma eins og sólin og syngja :) Eftir þessa flottu stund fékk prinsinn að velja veitingastað um kvöldið og KFC í mosó fyrir valinu, enda var drengnum lengi búið að langa til að kíkja á rennibrautirnar þar.
Helgin okkar er líka búin að vera ansi góð. Skelltum okkur í Heiðmörk á laugardaginn þar sem við hittum stórfjölskylduna og áttum með þeim frábæran dag í geggjuðu veðri. Tilefnið var að eiga góðan dag með frænkum okkar sem búa í Bandaríkjunum og börnum þeirra. Þar fengum við grillaðar pylsur og góðar kökur og börnin léku sér í góða veðrinu...ansi góður dagur það :) Á leiðinni heim datt okkur það snjallræði í hug að kaupa litla buslulaug svo ungarnir gætu notið sólarinnar úti á svölum. Þegar heim var komið vorum við fljót að bera vatn í laugina og Elvar Orri, Embla Ýr og Haukur Máni gusuðust út í með miklu stuði. Elvar og Embla entust heillengi í lauginni og var í raun sparkað upp úr af sundlaugarvörðunum grimmu...enda var laugin orðin hálf loftlítil. Og skýringin? Jú þeim hafði dottið í hug að bíta í kantinn...já bíta í svo á kom gat og loftið puðraðist út!!! Ja hérna hér, það sem börnum dettur í hug. Það er óhætt að segja að sundlaugarverðirnir í Skaftahlíð 8 voru frekar fúlir enda hefði allt eins verið hægt að henda þessum 2000 kalli út um gluggann ;)
Í dag fórum við svo að hitta góðan vin Elvars Orra, Jón Einar, og fjölskylduna hans. Þeir guttar hafa náð afkaplega vel saman síðan þeir kynntust í útilegu ÍÆ í fyrra og eru alltaf svo yndislega glaðir að sjá hvorn annan. Eftir að hafa eytt góðum tíma með þeim var komin tími á að fara með litla skæruliðann heim, enda stefndi í að hann myndi leggja húsið í rúst, og var Elvari boðið að vera lengur hjá Jóni Einari. Það var því glaður ungur maður sem kom heim seinnipartinn og hlakkar hann mikið til að hitta vin sinn aftur.
Við enduðum svo helgina á að bjóða Hössa afa og Mundu ömmu í mat af tilefni dagsins. Hössi afi er nefnilega sjómaður og hér var boðið upp á sjóara-grillkjöt, sjóara-meðlæti og sjóara-köku...vorum ekki alveg að nenna að bjóða upp á eitthvað sem kæmi úr sjálfum sjónum ;)
Á morgun er ætlunin að bruna vestur á firði og eyða þar nokkrum dögum. Langaamma og langafi á Þingeyri hafa aldrei séð yngri prinsinn og kominn tími á að bæta úr því. Vonum bara að prinsinum góða þóknist bílferðin langa ;)
03 júní 2009
Usss...heill mánuður síðan við skrifuðum síðast...ekki alveg nógu gott hjá okkur og spurning um að henda inn "status report" af yndislega tvíeykinu okkar. Nú er klukkan rétt rúmlega níu og báðir gormarnir sofnaðir...og við foreldrarnir krossleggjum fingur og vonum að herra ungprinsi þóknist að sofa svotil órofið til morguns. Það hefur verið smá vesen á honum undanfarið og kvöldin farið að mestu leyti í að hlaupa inn til hans og liggja hjá honum þar til hann sofnar á ný. En það virðist nú allt á uppleið eftir að guttinn fór á sýklalyf enda var hann orðinn stútfullur af kvefi og hefur í í raun verið með stíflað nef síðan við hittum hann fyrst á Indlandi. Spurning hvort þurfi að taka nefkirtlana úr honum því ekki gengur að úða stanslaust nefúða í litlu nasirnar.
Nú eru liðnir rúmlega fjórir mánuðir síðan við komum heim með Hauk Mána og í gær varð hann tuttugu mánaða. Af því tilefni var múttan að renna í gegnum myndir frá fyrstu dögunum hér heima...og þvílíkur munur á barninu! Hann hefur heldur betur braggast og fyllt út í tilveruna...á fleiri en einn hátt ;)

Við erum búin að reyna að vera dugleg njóta vorsins svona inn á milli veikindastússins, stóri gaurinn er búin að vera nokkuð hress og nennti sko ekki að hanga inni þó sá litli hafi verið lasinn. Hann Elvar Orri hefur sko endalausa orku á fallegum sólardögum (reyndar á flestum dögum ;) en hann vill bara helst vera úti í sólinni að leika við krakka. Hann vill líka bara helst vera í stuttermabol og stuttermabuxum (eins og hann segir sjálfur ;)) og finnst mikið sport að fá að velja þennan fatnað sjálfur.
Það hefur margt á daga okkar drifið síðan síðast og þar sem við erum nú oftast með myndavélina við höndina er kannski best að láta bara myndirnar tala? Við reynum að dæla þeim væna skammti af myndum, sem teknar hafa verið, sem fyrst inn. En svona til að nefna eitthvað þá fórum við m.a. á vorhátíð Háteigsskóla þar sem væntanlegir 1. bekkingar voru boðnir sérstaklega velkomnir. Elvari fannst æðislegt að fá að sjá skólann sinn og er ansi spenntur. Svo fengum við nú annað boð frá þeim og í þetta sinn fékk Elvar að hitta væntanlegan umsjónakennara sinn og fara inn í stofu með hinum krökkunum að vinna verkefni. Á meðan fengu foreldrarnir kynningu á skólanum og því starfi sem þar fer fram. Það er skemmst frá því að segja að bæði Elvar Orri og hans foreldrar eru afar spennt fyrir Háteigsskóla og getum varla beðið eftir að takast á við þessa lífsreynslu.
Svo eru hér nokkrar myndir að norðan en við fórum til Akureyrar um miðjan maí til þess að vera við útför langömmu strákanna, ömmu Arnars. Við höfum reynt að fara norður á hverju sumri til þess að heimsækja hana en nú verður tómlegt að geta ekki rennt við í Þingvallastrætinu eins og venjan hefur verið. Akureyrin skartaði þó sínu fegursta fyrir okkur í þessari ferð og við fengum þar fyrsta sumarveðursskammtinn þetta árið.
Hér var svo haldið Eurovisionpartí með góðum gestum og góðum mat, eins og vera ber, og áttum við hið besta kvöld þrátt fyrir að Haukur Máni væri frekar kraminn af mislingabróðurnum sem þarna var í fullu fjöri. Við höfum líka verið að hitta góða vini undanfarið, hittum t.d. Hörpu Rós og Hrefnu sem kíktu til Hauks og múttu. Og indlandsvinina okkar höfum við líka hitt á fallegum maídögum en við fórum í pikknikk á Miklatúnimeð Alexander Karli, Arndísi Ísabellu og Helgu mömmu þeirra. Þar léku Elvar og Arndís sér fallega saman á meðan litlu félagarnir gæddu sér á nestinu og mútturnar spjölluðu :)
Uppstigningadagur var vel pakkaður hjá okkur þetta árið enda fínt að nýta svona auka frídaga vel :) Elvar og mammsa byrjuðu daginn á að fara í afmæli til Kristófers vinar okkar og áttu þar skemmtilega stund með hressum krökkum og síðan hittum við Indlandsvinkonur Elvars Orra seinnipartinn. Það er svo gaman að sjá þessi þrjú flottu börn saman sem komu frá Kolkata sumarið 2004. Þau ná svo vel saman þegar þau hittast og Elvari Orra finnst frábært að hitta vinkonurnar sínar tvær :)

Þessi listi er engan veginn tæmandi yfir allt það skemmtilega sem við erum búin að brasa í maí mánuði og okkur finnst við bara hafa verið nokkuð aktíf við að hitta skemmtilegt fólk og njóta vorsins. Hvítasunnuhelgin var til dæmis þéttpökkuð af matarboði hjá afa og ömmu í Bogahlíð, afmæli hjá Hlíðarásgenginu og gönguferð í Lamafellsgjá. Nú vonum við bara að sumarveðrið verið frábært því við erum sko alveg komin í ferðalaga gírinn...okkur klæjar alveg hreint í puttana eftir að leggja land undir fót :)
Framundan er svo útskrift úr leikskólanum, nánar tiltekið á morgun. Elvar Orri sofnaði spenntur í kvöld eftir að taka til sparifötin fyrir útskriftina. Hann er líka búinn að tilkynna foreldrum sínum að Linda deildarstjóri hafi sagt að foreldrarnir þyrftu að hafa með sér vasaklúta og múttunni hér á bæ grunar að þeir eigi eftir að koma að góðum notum...Elvar Orri hefur verið spar á sönginn heima fyrir en einstaka sinnum fengist til að syngja þau lög sem sunginn verða á morgun og það kallaði nú fram tár í mömmuaugu ;) Svo styttist nú í 6 ára afmælið og planleggingarnar eru á fullu gasi...Monsters kaka, Zoo-dýra kaka og ég veit ekki hvað og hvað. Og ekki má gleyma því að ungprinsinn verður skírður í Hraunskirkju í Keldudal þann 27. júní :) Sem sagt nóg að gera í júnímánuði...
Jæja segjum þetta gott í bili, orðin ansi mikil langloka...þökkum þeim sem hlýddu ;)
Sumarkveðjur úr Skaftó!
Nú eru liðnir rúmlega fjórir mánuðir síðan við komum heim með Hauk Mána og í gær varð hann tuttugu mánaða. Af því tilefni var múttan að renna í gegnum myndir frá fyrstu dögunum hér heima...og þvílíkur munur á barninu! Hann hefur heldur betur braggast og fyllt út í tilveruna...á fleiri en einn hátt ;)

Við erum búin að reyna að vera dugleg njóta vorsins svona inn á milli veikindastússins, stóri gaurinn er búin að vera nokkuð hress og nennti sko ekki að hanga inni þó sá litli hafi verið lasinn. Hann Elvar Orri hefur sko endalausa orku á fallegum sólardögum (reyndar á flestum dögum ;) en hann vill bara helst vera úti í sólinni að leika við krakka. Hann vill líka bara helst vera í stuttermabol og stuttermabuxum (eins og hann segir sjálfur ;)) og finnst mikið sport að fá að velja þennan fatnað sjálfur.
Það hefur margt á daga okkar drifið síðan síðast og þar sem við erum nú oftast með myndavélina við höndina er kannski best að láta bara myndirnar tala? Við reynum að dæla þeim væna skammti af myndum, sem teknar hafa verið, sem fyrst inn. En svona til að nefna eitthvað þá fórum við m.a. á vorhátíð Háteigsskóla þar sem væntanlegir 1. bekkingar voru boðnir sérstaklega velkomnir. Elvari fannst æðislegt að fá að sjá skólann sinn og er ansi spenntur. Svo fengum við nú annað boð frá þeim og í þetta sinn fékk Elvar að hitta væntanlegan umsjónakennara sinn og fara inn í stofu með hinum krökkunum að vinna verkefni. Á meðan fengu foreldrarnir kynningu á skólanum og því starfi sem þar fer fram. Það er skemmst frá því að segja að bæði Elvar Orri og hans foreldrar eru afar spennt fyrir Háteigsskóla og getum varla beðið eftir að takast á við þessa lífsreynslu.
Svo eru hér nokkrar myndir að norðan en við fórum til Akureyrar um miðjan maí til þess að vera við útför langömmu strákanna, ömmu Arnars. Við höfum reynt að fara norður á hverju sumri til þess að heimsækja hana en nú verður tómlegt að geta ekki rennt við í Þingvallastrætinu eins og venjan hefur verið. Akureyrin skartaði þó sínu fegursta fyrir okkur í þessari ferð og við fengum þar fyrsta sumarveðursskammtinn þetta árið.
Hér var svo haldið Eurovisionpartí með góðum gestum og góðum mat, eins og vera ber, og áttum við hið besta kvöld þrátt fyrir að Haukur Máni væri frekar kraminn af mislingabróðurnum sem þarna var í fullu fjöri. Við höfum líka verið að hitta góða vini undanfarið, hittum t.d. Hörpu Rós og Hrefnu sem kíktu til Hauks og múttu. Og indlandsvinina okkar höfum við líka hitt á fallegum maídögum en við fórum í pikknikk á Miklatúnimeð Alexander Karli, Arndísi Ísabellu og Helgu mömmu þeirra. Þar léku Elvar og Arndís sér fallega saman á meðan litlu félagarnir gæddu sér á nestinu og mútturnar spjölluðu :)
Uppstigningadagur var vel pakkaður hjá okkur þetta árið enda fínt að nýta svona auka frídaga vel :) Elvar og mammsa byrjuðu daginn á að fara í afmæli til Kristófers vinar okkar og áttu þar skemmtilega stund með hressum krökkum og síðan hittum við Indlandsvinkonur Elvars Orra seinnipartinn. Það er svo gaman að sjá þessi þrjú flottu börn saman sem komu frá Kolkata sumarið 2004. Þau ná svo vel saman þegar þau hittast og Elvari Orra finnst frábært að hitta vinkonurnar sínar tvær :)

Þessi listi er engan veginn tæmandi yfir allt það skemmtilega sem við erum búin að brasa í maí mánuði og okkur finnst við bara hafa verið nokkuð aktíf við að hitta skemmtilegt fólk og njóta vorsins. Hvítasunnuhelgin var til dæmis þéttpökkuð af matarboði hjá afa og ömmu í Bogahlíð, afmæli hjá Hlíðarásgenginu og gönguferð í Lamafellsgjá. Nú vonum við bara að sumarveðrið verið frábært því við erum sko alveg komin í ferðalaga gírinn...okkur klæjar alveg hreint í puttana eftir að leggja land undir fót :)
Framundan er svo útskrift úr leikskólanum, nánar tiltekið á morgun. Elvar Orri sofnaði spenntur í kvöld eftir að taka til sparifötin fyrir útskriftina. Hann er líka búinn að tilkynna foreldrum sínum að Linda deildarstjóri hafi sagt að foreldrarnir þyrftu að hafa með sér vasaklúta og múttunni hér á bæ grunar að þeir eigi eftir að koma að góðum notum...Elvar Orri hefur verið spar á sönginn heima fyrir en einstaka sinnum fengist til að syngja þau lög sem sunginn verða á morgun og það kallaði nú fram tár í mömmuaugu ;) Svo styttist nú í 6 ára afmælið og planleggingarnar eru á fullu gasi...Monsters kaka, Zoo-dýra kaka og ég veit ekki hvað og hvað. Og ekki má gleyma því að ungprinsinn verður skírður í Hraunskirkju í Keldudal þann 27. júní :) Sem sagt nóg að gera í júnímánuði...
Jæja segjum þetta gott í bili, orðin ansi mikil langloka...þökkum þeim sem hlýddu ;)
Sumarkveðjur úr Skaftó!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)