...heldur áfram á þessum bæ og við byrjuðum ferðalaga tímabilið á því að fara vestur í Dýrafjörð í viku. Þvílík sæla að vera þar, við ætluðum varla að fást til að koma aftur í bæinn og næstum-því-sex-ára strákur tilkynnti, daginn fyrir brottför, að sá dagur yrði leiðinilegur...af því þá fengi hann ekki að vera lengur í Keldudal! Og foreldrarnir skildu þetta mætavel :) Það er eitthvað við þennan stað...klukkan skiptir engu máli og ekkert er símasambandið þarna né sjónvarpið svo auðvelt er að kúpla sig út úr öllu stressi og tali um slæmt ástand í landinu. Við vöknuðum stundum rétt fyrir hádegi og morgun/hádegismaturinn var þá bara tekin saman...kvöldmaturinn var svo stundum klukkan tíu og eftir hann kvöldganga, og háttatími þá stundum um 1 leytið...bara snilld :)
Haukurinn var sko alveg að fíla þetta ferðalag, var eins og engill alla leiðina og geri aðrir betur! Meira að segja múttan var farin að ókyrrast eftir 8 tíma ferðalag :) Við komum frekar seint til Þingeyrar, eða um ellefuleytið, og fengum að gista þá nóttina hjá langömmu og langafa. Þau voru þarna að sjá Hauk Mána í fyrsta sinn og hann gerði sitt besta til að sjarma þau...hlaupa um gangana, reyna að fikta í steinasafninu hans langafa, éta mold upp úr blómapottum, hella niður úr næstum heilli fernu af mjólk...ætli ég sé að gleyma einhverju???
Jæja nóg um það, stefnum á að henda inn myndum fljótlega (nóg var tekið af þeim eða ca. 600 stk!)
Nú og svo fórum við nú í bæinn á 17. júní, eins og ca. 50,000 þús aðrir Íslendingar og skemmtum okkur konunglega í mannmergðinni. Haukur Máni svaf nú fyrripartinn af sér en Elvar Orri sá um að gera allt þetta 17. júní-lega: candy floss, risa sleikjósnuð, veifa fána og allt saman ;) Við enduðum svo niðrí Hljómskálagarði þar sem við borðuðum nesti með ættingjum og vinum...já og eins þetta hafi ekki verið nóg stuð þá bætum við um betur og skelltum okkur á TGI's Fridays um kvöldið.
Jæja nú ætlar ritarinn í bælið, er enn á Dýrafjarðartíma og þyrfti að fara að snúa sólarhringnum við. Eins gott að vera fersk því á morgun(föstudag) verður leikskólagaura afmælisveisla hér og á sunnudaginn er svo aðaldagurinn...og tilvonandi afmælisbarn að vonum orðið spennt :)
Njótið sumarsins!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli