...en að drífa nú í fyrstu færslu ársins :) Við höfðum það mjög fínt yfir jól og áramót og gerðum það sem á að gera á þessum tíma: borða góðan mat, slatta af konfekti, spila, opna pakka, borða meira og hitta ættingja og vini. Að vísu var jólaundirbúningur okkar með öðrum brag en oft áður þar sem hann elsku langafi kvaddi okkur um miðjan desember. Á svoleiðis stundum var jólastúss ekki efst í huga fullorðna fólksins á heimilinu en við reyndum að minna okkur á að smáfólkið ætti skilið að fá sín jól og sinn hátíðabrag...ekki síst í ljósi þess að þetta voru fyrstu jól Hauks Mána. Þannig að okkur tókst nú að hrista notaleg jól fram úr erminni og hafa það huggulegt saman.
Eftir áramót fór svo múttan á heimilinu að vinna og dundar sér nú á daginn með 17 fyrstu bekkingum. Elvar Orra fannst það voða sniðugt, að hann og mamma væru bæði að fara í fyrsta bekk. Hann spyr svo oft að því hvað krakkarnir hafi lært í dag hjá mér og svo berum við saman bækur okkar ;) Haukur Máni heldur áfram að blómstra á leikskólanum og virðist bara mjög sáttur við sína rútínu. Það er ótrúlegt að hugsa til þess að þessi litli skriðdreki sé búinn að vera hjá okkur í heilt ár...en þeim tímamörkum náðum við þann 22. janúar. Okkur finnst allt í senn að hann hafi alltaf verið hjá okkur, munum varla hvernig það var að hafa hann ekki hér og einnig að hann sé bara nýkominn :) Það er ósjaldan sem það læðist að foreldrunum hér á bæ hversu heppinn þau eru, að eiga þessi bræðraskinn sem fylla upp í tilveruna með gleði, uppátektarsemi, hlýju, húmor...látum og ólátum (stundum svo miklum látum að minnir á "nuthouse" ;).
Látum pistlinum lokið í bili, erum að vinna í að hlaða inn myndum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli