
Skaftarnir hafa haft, og eru að hafa, það ofurgott yfir þessi jól. Allir saman í fríi og hugglegheit út í eitt...reyndar þurfti pabbinn að fara að vinna í dag en heldur svo áfram að frílista sig með okkur hinum.
Jólaundirbúningurinn gekk vel hjá okkur þrátt fyrir að leiðinda gubbupest hafi bankað upp á hjá okkur. Strákarnir fengu báðir góðan skammt af henni, sérstaklega þó Haukur Máni sem var lengi að jafna sig. Múttan fékk nú líka skammt af þessum skemmtilegheitum en pabbi slapp sem betur fer. Þetta setti nú aðeins strik í jólastússið en það hafðist þó allt að lokum.
Strákarnir voru að vonum spenntir fyrir öllu pakkastússinu á aðfangadag en það gekk þó furðulega vel fyrir sig. Elvar Orri var duglegur að lesa á og afhenda og Haukur Máni vildi helst bara fá að leika með það dót sem kom úr pökkunum í það sinnið. Elvar Orri var líka rosa duglegur að hjálpa honum að opna. Það var nú líka aldeilis margt fínt sem þeir fengu og allir meir en sáttir þar.
Tíminn okkar yfir þessa helstu jóladaga hefur svo bara farið í að hitta ættingjana og borða góðan mat...og meir af honum...hangsast á náttfötunum...allt eins og það á að vera ;)
Við náðum nú að rífa af okkur letina í smástund á jóladag og skunduðum út á Miklatún í sleðaferð, eins gott að nýta snjóinn áður en hann hvarf. Þar skemmtum við okkur vel og strákarnir skiptust á að renna sér niður á sleðanum hans Elvars....þ.e.a.s. Elvar Orri var meira en til í að deila sleðanum með þeim litla en hann var ekki mikið fyrir það sjálfur. Í hvert sinn er komið var að Elvari upphófust mikil mótmæli og gól...sem linnti ekki fyrr en Elvar Orri var búinn með sína salíbunu og komið að Hauki Mána...gaman a´ssu ;)
Jæja þá í þetta sinn, ritarinn ætlar að halda áfram að liggja í leti en er svona að dunda við að setja inn myndir af jólagormunum, svona á milli konfektáts og lesturs ;)
Hafið það gott yfir hátíðirnar!