
Það sem hefur komið í skóinn hingað til hefur vakið mikla lukku og það er virkilega gaman að sjá hvernig Haukur Máni er að fatta allt þetta jólasveinasystem. Hann er alveg búinn að átta sig á því að hann vill ekki kartöflu...helst nammi en dót er í lagi líka. Elvar Orri tók sig til og skrifaði Giljagaur bréf og bað hann um að gefa sér Bakugan í skóinn...menn farnir að vera með kröfur á skógjafirnar ;)

Um síðustu helgi var svo jólatréið valið en við vorum svo heppin að fá að fljóta með Hildi frænku og vinnunni hennar upp í Kjós. Þar fengum við heitt súkkulaði og fínerí með því, hittum jólasvein og sprelluðum með honum...og fundum svo hið eina rétta tré. Það er samt óhætt að segja að pabbinn á bænum hafi "púllað" smá Chevy Chase á þetta þar sem jólatréið er dulítið hærra en lofthæðin í íbúðinni leyfir. En við tökum bara aðeins neðan af því.
Haukur Máni var alveg dáleiddur af sveinka og reyndi að komast sem næst honum og svaraði öllu sem hann sagði með jái, voða krúttlegt ;) Elvar Orri var valinn til að leika prinsinn í Þyrnirósa og Hildur frænka var galdrakerlinginn. Þau stóðu sig bæði ansi vel en Elvar Orri var þó aðeins kraminn yfir athyglinni og vildi helst ekki sitja of nálægt Þyrnirósinni..hvað þá að kyssa hana!
Nú er verið að dunda sér að skreyta og ætlar Elvar að sjá um að finna sínu jóladóti pláss. Þá er líka búið að föndra heilan helling og er drengurinn ansi flinkur með skærinn þegar kemur að því að búa til stjörnur og snjókorn. Haukur Máni er líka hrifinn af klipperíinu og vill vera með, setur á sig naglbítasvipinn og rífur og klippir með mestu ró :)Hann er líka alveg með á hreinu að skæri eru ó ó....en bara fyrir mömmur. Hann var ekkert á því að lána kellu skærin og sagði henni bara að þetta væri ó ó og bara hann mætti nota þau ;)
Jæja, reynum nú að dúndra inn myndum af jólasveinunum okkar fljótlega.
Bestu kveðjur frá Sköftunum :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli