Við þrjú reyndum að eiga góða helgi þrátt fyrir fjarveru pabba. Tókum því rólega framan af á laugardaginn og svo fór Elvar Orri í afmæli. Á meðan hann var í stuðinu lagði Haukur Máni sig og svo þegar pabbi og Elvar Orri komu heim fengu við góða gesti, Gerða, Keli og Sigmundur Jökull kíktu í kaffi til okkar. Svo bauðst Elvari óvænt að kíkja í Keflavík til Fannars Freys en að hefur lengi staðið til að Elvar fengi að gista þar. Það var því mikil ánægja með þetta allt saman og það var kátur kall sem kvaddi okkur seinnpart laugardags. Þeir frændur áttu þvílíkt góðan tíma saman í Keflavík, léku sér, fóru í bíó og skemmtu sér vel saman...eins og þeim er einum lagið. Hann var svo sóttur seinnipartinn á sunnudag og var nú ekkert ofurkátur með að stuðið væri búið í bili...við skulum bara segja að hann hafi ekki verið eins glaður að sjá mömmu sína og hún var að sjá hann ;) En það gekk nú allt saman sem betur fer yfir...menn geta nú orðið fúlir.
Höfum nú svo sem ekki frá neinu fleira að segja frá í þetta sinn en látum fljóta hér með upplýsingar um bók sem fjallar um ferli hjóna sem ættleiddu son sinn frá Afríku. Virðist vera áhugaverð bók sem við værum til í að eignast og mælum með að fólk sem hefur áhuga á ættleiðingamálum kynni sér :) Smellið á myndina til að fá frekari upplýsingar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli