08 desember 2010

Allt gott að frétta af sköftum..

...og jólafiðringurinn farinn að gera vart við sig. Elvar Orri elskar jólin og segist löngu kominn í jólaskap. Haukur Máni er svona að átta sig á öllu þessu stússi en skellir stundum á sig jólasveinahúfu og gólar "hóólaseeinn, hóólaseeinn" ...enda leitun að öðrum eins jólasveini ;)

Það er mikið um að vera í leikskólanum og skólanum þessa dagana. Haukur Máni er búinn að baka piparkökur og verður fjölskyldunni boðið að koma og smakka á fimmtudaginn. Hann fékk að taka með sér svuntu og kökukefli og var voða ánægður með sig. Hjá Elvari Orra er ekki byrjað mikið jólastúss í bekknum enda hafa þau verið á kafi í spennandi verki um líkamann...og ljúka því verkefni í dag. Foreldrasettið ætlar að arka í Háteigsskóla í dag og snæða hangiket með syninum og fá svo að sjá sýningu á flotta verkefninu.

Pabbinn á bænum er búinn að standa sig vel í jólabakstrinum, með dyggri aðstoð sonanna...sérstaklega við smakkelsið. Þeir feðgar bökuðu og skreyttu piparkökur og einnig var skreytt forláta piparkökuhús sem við keyptum í Kosti, en það finnst Elvari Orra vera besta búðin í bænum ;)

Nú er hafinn sá tími sem í gegnum tíðina hefur valdið eldri syninum dulitlu svefnleysi og síðustu tvær nætur hefur hann vaknað eftir martröð og vill koma upp í. Hann viðurkennir reyndar ekki að það sé Grýla sem skelfir hann heldur sé það einhver vera í Simpsons sem Hómer var að hræða börnin sín með. Jammm, hvað sem það er þá er litla hjartað allavega ansi hrætt...

Segjum það gott í bili og gangi ykkur vel í jólastússinu!

Engin ummæli: