Við erum sem sagt ansi kát þessa dagana og erum handviss um að tíminn fram að jólum eigi eftir að líða hratt eins og venjan er með þessa mánuði. Við erum svona aðeins að byrja á jólaundirbúningi, ágætt að vera snemma í því (erum samt kannski ekkert rosa snemma í því?). Lífið gengur að öðru leyti sinn vanagang hér í Skaftahlíðinni, pabbinn stundar sína vinnu, mamman tók að sér forfallakennslu fram að fæðingarorlofi og stóri gaurinn okkar (ekki hægt að kalla hann litla barnið lengur ;) er ánægður í sínum leikskóla ásamt því að stunda fimleika og fótbolta. Við erum líka að reyna að vera dugleg að bjóða vinum heim og einnig er Elvar farinn að fara í heimsókn sjálfur til vinkonu sinnar sem býr í næsta stigagangi.
Svo kom nú að því að drengurinn færi loks í 5 ára skoðunina...það dróst aðeins hjá okkur :o) Hann mælist nú 107 cm og er 16,6 kíó...nettur drengur...en samsvarar sér vel. Að lokum þurfti svo að sprauta stubbinn...hann varð aðeins skelkaður en stóð sig eins og hetja...heyrðist ekki í honum þegar stungan kom og bara eitt "Áiii" þegar vökvanum var dælt inn. Menn voru líka svoldið ánægðir með sig eftir þetta...að hafa farið í gegnum sprautu án tára ;)
Segjum þetta gott í bili og sendum bjartsýniskveðjur til ykkar allra :)
p.s. vorum að bæta við myndum í októberalbúmið...héldum smá hrekkjavökuteiti og þetta eru myndir frá því...mikið stuð :)

1 ummæli:
Duglegi duglegi Elvar minn!! Engin tár í sprautunni, flott hjá þér elsku kallinn minn.. enda svo stór og hugrakkur strákur.
Já nú fer biðin að taka enda kæru vinir.. mikið erum við spennt að hitta Hauk Mána Somdip í eigin persónu!! Harpa Rós er alveg tilbúin að kenna honum að tala og prakkarast svolítið ;-)
Við sjáumst soon.. knús og kossar,
Hrefna, Þröstur og börn :*
Skrifa ummæli