
Ég heiti Haukur Máni Somdip Arnarsson og er 16 mánaða. Mér fannst kominn tími á að ég kynnti mig almennilega þar sem ritarinn hefur ekki staðið sig sem skyldi undanfarið...Ég er búin að vera heima í næstum 3 vikur og stundum er eins og ég hafi alltaf verið hérna í Skaftahlíðinni svo heimakær er ég orðinn ;)
Ég sef vel...nema þegar mér dettur í hug að vakna eftir hálftíma lúr á kvöldin og held þá að það sé bara nóg og vill stuð! En ég ligg samt voða góður og hjala uppi í rúmi með mömmu eða pabba og á endanum sofna ég aftur (stundum eftir 2 tíma!). En þá sef ég líka lengi frameftir og það eru foreldrarnir sáttir við ;) Ég elska að borða og elti pabba gamla oft ef ég sé hann fara inn í eldhús, bara ef ske kynni að hann væri að fara að sýsla í mat..maður veit aldrei! Þá skiptir engu hvort ég sé nýbúinn að borða, það er alltaf pláss fyrir meira. Nú og ef það er ekki pláss...þá gubba ég bara! Einfalt mál ;)Ef mamma og pabbi ætla sér að fara að borða þegar ég er búinn að borða mæti ég á svæðið og þá heyrist í mér "ummm ummmmmmmmm ummmmm!", sem er matarhljóðið mitt og þá ætlast ég til að fá að smakka á því sem þau eru að borða...en ekki hvað?
Ég er yfirleitt mjög glaður og hlæ og skríki svo það skín í skögultennurnar mínar (og þó þær séu sætar þá skuluð þið passa ykkur, þær eru stórhættulegar eins og bróðir minn fékk að kynnast um daginn...úbbbs ;) Mér finnst gaman að fara í bað og ef ég heyri í krananum inni á baði skríð ég af stað og stend við baðkarið. Mér finnst mjög gaman að leika við bróðir minn en ef hann faðmar mig of mikið þá læt ég í mér heyra og foreldrarnir segja að ég breytist í lítinn Gremlins þegar ég vill ekki láta knúsa mig eða þegar ég vill fá eitthvað dót...ég veit ekki hvort þau eru að meina litla sæta Gremlins eða þennan sem var aðeins frekjulegri...hmmm? Mér finnst heldur ekki gaman að láta skipta á bleyju og garga stundum þegar ég er lagður á skiptiborðið eða þegar verið er að troða mér í föt. Hey, ég veit bara hvað ég vil og hvað ekki ;)
Já og ég er byrjaður að labba! Það má nú ekki gleyma að segja frá því. Ég var byrjaður að standa upp við borð o.þ.h. þegar þau hittu mig úti á Indlandi en stuttu eftir að ég kom heim byrjaði ég að standa upp án stuðnings og fór svo bara af stað. Nú get ég labbað alveg yfir stofugólfið ef þannig liggur á mér og ég er duglegur að æfa mig...en oftast finnst mér nú bara best að skríða, ég kemst hraðar yfir þannig ;)
Ég finn að ég er elskaður og sé það á svip foreldra minna þegar þau koma inn og kíkja á mig eftir lúrinn minn. Þá standa þau stundum og mæna á mig eins og ég sé lítið kraftaverk..sem ég er...og í staðinn sendi ég þeim hið alræmda skögultannabros...virkar alltaf á þau ;)Ég sé líka hvað Elvar Orri stóri bróðir er hrifinn af mér og hann er rosalega góður við mig. Hann bíður spenntur eftir að ég vakni og vill faðma mig og klappa. Ég tek líka vel á móti honum þegar hann kemur heim úr leikskólanum og saman getum við kjánast og grallarast.
Ég er aðeins byrjaður að hitta annað fólk og í fyrstu var ég frekar hræddur en er svona að átta mig á því að það vilja mér allir vel og ég þarf ekkert að vera hræddur. En ég er enn svoldið viðkvæmur og að átta mig á þessari nýju tilveru. Svo enn um sinn ætla ég bara að vera í mömmu- og pabbafangi en ég hlakka til að kynnast ykkur!
Bestu kveðjur
Haukur Máni Somdip
4 ummæli:
Ooooo litli Haukur Máni Somdip * Rosalega er þetta falleg frásögn um þig sætilíusinn okkar.
Mikið hlakkar okkur til í að hitta þig og kynnast þér.
Það er örugglega sæti litli gremlingsinn sem þau líkja þér við ;-) bókað!
þú ert svo lánsamur lítill moli.. að eiga svona góðan stóra bró og þessa frábæru foreldra!
Sjáumst fljótt sæti,
knúsaðu stóra bró frá okkur*** fast! hehe
þín Hrefna, Þröstur, Harpa Rós, Eydís Birta og Þröstur Almar
Dásamleg lesning, sé ykkur alveg fyrir mér kúrast saman:)
Kveðja, Ásta Ósk
elsku sæti vinur mikið hlakkar mér til að knúsa ykkur familiunna...ég kem bara með eitthvað góðgæti með mér til að vinna þig á mitt band,held samt að þú standist mig ekki hehhe,en allavega frábært að þið eruð að kúrast stækka og dafna vel þarna í Hlíðinni góðu hlakka mikið til ða sjá ykkur.....kveðja og knús Elva og allir í ásholti 6
Halló flottu bræður!
Gott að sjá að allt gegnur vel. Það verður gaman að hitta ykkur og sjá hvað Haukur Máni verður orðinn duglegur að ganga. Hafið það sem allra best.
Kveðja Líney og strákarnir
Skrifa ummæli