...nema hvað minnsti skaftinn náði sér í pest um helgina. Ansi góð tímasetning hjá litla gullinu en við skelltum okkur nefnilega í sumarbústað á föstudaginn síðasta. Komum í bústaðinn um kvöldmat og gaurinn var hress en um nóttina var hann orðin ansi heitur, greykallinn. Hann þurfti því bara að dúsa inn í bústað alla helgina og foreldrarnir skiptust á að fara út í pott og í göngutúra með Elvari Orra. Við gældum þó við það að fara bara heim á laugardeginum þar sem Haukur var ansi lufsulegur en það var ekkert ferðaveður og alveg eins gott að hafa það kósí í heitum bústað. Þannig að við áttum nú bara góða helgi í ótrúlega flottum bústað, hefði alveg getað hugsað mér að eiga hann ;)
Annars er voða lítið af okkur að frétta og lífið gengur sinn vanagang. Elvar Orri heldur áfram að stunda sinn leikskóla, fimleika og fótbolta...önnum kafinn maður. Og minnsti kallinn er líka önnum kafinn heima á daginn með mömmu. Hann er alger vinnumaður, er allan daginn eitthvað að stússast :) Honum finnst æðislegt að grammsa í Elvars herbergi, þ.e. þegar stóri prinsinn segir ekki lok lok og læs og hendir þeim litla út ;) Þeir bræður eru oftast góðir saman og Elvar hefur mikið dálæti á Hauki. Helstu vandamálin eru að hann vill svoldið mikið druslast með Hauk og atast svoldið í honum...en Haukur lætur nú oftast heyra hressilega í sér. Elvar Orri hefur nú eitthvað verið að sýna foreldrunum pirring og verið frekar argur, sennilegast er ástandið eitthvað að fara í taugarnar á honum stundum. Það hlýtur nú að reyna svoldið á að þurfa að deila sviðsljósinu með einhverjum öðrum ;)
Elvar Orri og múttan skelltu sér í afmæli í gær til Róberts Breka en Haukur Máni og pabbi misstu af þeirri veislu....en við borðuðum nú bara fyrir þá :) Það er nú alltaf gott að bregða sér aðeins af bæ og hitta góða vini...og ekki skemma góðar kræsingar fyrir. Elvar Orri skemmti sér vel með hinum gaurunum, en það er óhætt að segja að strákar séu í meirihluta í þessum hópi og stuðið eftir því, hehe. Í þessari heimsókn græddi Elvar nú líka heila skólatösku en hún Dagga vinkona hans gaf honum splunkunýja og flotta tösku. Það var nú spenntur strákur sem mátaði töskuna í morgun...ekki laust við að spenningur sé farin að gera vart við sig þó enn séu nú nokkrir mánuðir til stefnu.
Jæja segjum það gott í bili, erum að vinna í að setja inn myndir...koma að vörmu :)
31 mars 2009
10 mars 2009
09 mars 2009
Enn ein vikan hafin...
...og pabbinn og Elvar mæta á sína staði á meðan mammsa og Haukur dúllast heima. Við fengum nú lítið að gera með pabbakallinum okkar um helgina þar sem hann var að vinna en í staðinn ætlum við að njóta þess að hafa hann í vaktafríi í vikunni. Það er voða krúttlegt að sjá Hauk Mána leita að pabba þegar hann vaknar eftir lúrinn sinn, þá kallar hann "Baabbah!" og svipast um eftir honum...hann tengir pabba greinilega eitthvað við tölvuherbergið því þar leitar hann oftast fyrst (kallinn alltaf í tölvunni hmmm? Hehe).
Við þrjú reyndum að eiga góða helgi þrátt fyrir fjarveru pabba. Tókum því rólega framan af á laugardaginn og svo fór Elvar Orri í afmæli. Á meðan hann var í stuðinu lagði Haukur Máni sig og svo þegar pabbi og Elvar Orri komu heim fengu við góða gesti, Gerða, Keli og Sigmundur Jökull kíktu í kaffi til okkar. Svo bauðst Elvari óvænt að kíkja í Keflavík til Fannars Freys en að hefur lengi staðið til að Elvar fengi að gista þar. Það var því mikil ánægja með þetta allt saman og það var kátur kall sem kvaddi okkur seinnpart laugardags. Þeir frændur áttu þvílíkt góðan tíma saman í Keflavík, léku sér, fóru í bíó og skemmtu sér vel saman...eins og þeim er einum lagið. Hann var svo sóttur seinnipartinn á sunnudag og var nú ekkert ofurkátur með að stuðið væri búið í bili...við skulum bara segja að hann hafi ekki verið eins glaður að sjá mömmu sína og hún var að sjá hann ;) En það gekk nú allt saman sem betur fer yfir...menn geta nú orðið fúlir.
Höfum nú svo sem ekki frá neinu fleira að segja frá í þetta sinn en látum fljóta hér með upplýsingar um bók sem fjallar um ferli hjóna sem ættleiddu son sinn frá Afríku. Virðist vera áhugaverð bók sem við værum til í að eignast og mælum með að fólk sem hefur áhuga á ættleiðingamálum kynni sér :) Smellið á myndina til að fá frekari upplýsingar.
Við þrjú reyndum að eiga góða helgi þrátt fyrir fjarveru pabba. Tókum því rólega framan af á laugardaginn og svo fór Elvar Orri í afmæli. Á meðan hann var í stuðinu lagði Haukur Máni sig og svo þegar pabbi og Elvar Orri komu heim fengu við góða gesti, Gerða, Keli og Sigmundur Jökull kíktu í kaffi til okkar. Svo bauðst Elvari óvænt að kíkja í Keflavík til Fannars Freys en að hefur lengi staðið til að Elvar fengi að gista þar. Það var því mikil ánægja með þetta allt saman og það var kátur kall sem kvaddi okkur seinnpart laugardags. Þeir frændur áttu þvílíkt góðan tíma saman í Keflavík, léku sér, fóru í bíó og skemmtu sér vel saman...eins og þeim er einum lagið. Hann var svo sóttur seinnipartinn á sunnudag og var nú ekkert ofurkátur með að stuðið væri búið í bili...við skulum bara segja að hann hafi ekki verið eins glaður að sjá mömmu sína og hún var að sjá hann ;) En það gekk nú allt saman sem betur fer yfir...menn geta nú orðið fúlir.
Höfum nú svo sem ekki frá neinu fleira að segja frá í þetta sinn en látum fljóta hér með upplýsingar um bók sem fjallar um ferli hjóna sem ættleiddu son sinn frá Afríku. Virðist vera áhugaverð bók sem við værum til í að eignast og mælum með að fólk sem hefur áhuga á ættleiðingamálum kynni sér :) Smellið á myndina til að fá frekari upplýsingar.

06 mars 2009
Við áttum annansaman en góðan dag í gær: Leikskóli, fimleikar, kíktum á Stínu frænku sem átti afmæli og fórum svo út að borða í tilefni af 70 ára afmæli Sigga afa. Það gekk vonum framar að fara með minnsta meðliminn svona út og hann stóð sig ansi vel. Við fórum á Alsælu út á Álftanesi og borðuðum frábæran tælenskan mat. Við höfðum staðinn alveg út af fyrir okkur en einungis er tekið á móti einum hóp í einu og það gerði það að verkum að við gátum verið nokkuð afslöppuð með litla manninn þarna. Enda naut hann sín vel að geta strumpast um og kíkt út um glugga, klifrað yfir þröskulda og mokað í sig. Við áttum því frábæra kvöldstund með Sigga afa og fjölskyldunni allri og nutum matarins sem var vægast sagt frábært.
Báðir drengirnir voru orðnir nokkuð þreyttir þegar heim var komið og því var bara stímað beint í bælin með þá. Hér þarf að vera verkaskipting á heimilinu og skiptast foreldrarnir á að svæfa gullin sín. Í gær svæfði pabbi Hauk og mamma lá hjá lestrarhestinum sínum...hann tók eftir því að aðeins er farið að halla á pabba greyið í þeim forréttindum að fá að lesa með honum því pabbi hefur verið á næturvöktum síðstu kvöldum. En úr því verður bætt í kvöld ;)
Við megum til með að láta smá gullkorn fljóta með frá stóranum okkar, höfum ekki verið nógu dugleg við að punkta þau hjá okkur.
Elvar og mamma voru að keyra heim frá Stínu í gær þegar Elvar segir: "Mamma, þegar fólk er dautt þá gerir Guð svona stærðfræði". Mamma var ekki alveg að átta sig á því hvað hann meinti og hváði. "Já hann gerir svona strik" ..."Ertu að meina að hann merki við þegar fólk mætir í himnaríki?" "Já, hann kíkir í gegnum skýin".
Já Guð er sem sagt með kladda og merkir við þegar fólk mætir á svæðið ;)
Við fengum aðra skemmtilega pælingu frá syninum þegar við vorum að keyra heim frá Álftanesinu í gær. Þá var verið að ræða um einn sem hafði sparkað í hið allra heilagasta á öðrum í leikskólanum. Mamman var eitthvað að reyna að útskýra fyrir Elvari hversu hættulegt það gæti verið fyrir drengi að fá spark þarna, m.a. að kúlurnar gætu skemmst og þá gætu þeir kannski ekki eignast börn þegar þeir yrðu stærri. Þá skellir Elvar uppúr: "Já en mamma, strákar eru ekki með börn í maganum!" (mamman greinilega ekki með þetta á hreinu). Nú var úr vöndu að ráða...hversu ítarlega ræðir maður við 5 ára um gang lífsins??? "Jú sko...uuu.strákar þurfa að nota "kúlurnar" til þess að búa til börn..." Við þetta verður Elvar mjööög forvitin og spyr ákveðið "HVERNIG!"...og þegar foreldrarnir eiga erfitt um mál vegna niðurbælds hláturs verður hann eiginlega fúll..."Ekki hlæja!!". Það er greinilegt að hann er eitthvað farin að velta þessu fyrir sér, eða þetta hefur borist í tal hjá vinunum á leikskólanum. Hann var allavega mjög áhugasamur um þetta. Endaniðurstaðan hjá foreldrunum var sú að segja bara við guttann hina týpísku setningu: "Þegar maður og kona elska hvort annað mjög mikið þá eignast þau barn saman...(og svo var klykkt út með einni belg og biðu setningu til að slíta umræðunni)...en þú lærir um þetta í skólanum, í kynfræðslu...þegar þú ert í ca. 6. bekk...nei sko sjáðu stjörnurnar, þessi heitir Venus..". Og málið var dautt...í bili :)
Báðir drengirnir voru orðnir nokkuð þreyttir þegar heim var komið og því var bara stímað beint í bælin með þá. Hér þarf að vera verkaskipting á heimilinu og skiptast foreldrarnir á að svæfa gullin sín. Í gær svæfði pabbi Hauk og mamma lá hjá lestrarhestinum sínum...hann tók eftir því að aðeins er farið að halla á pabba greyið í þeim forréttindum að fá að lesa með honum því pabbi hefur verið á næturvöktum síðstu kvöldum. En úr því verður bætt í kvöld ;)
Við megum til með að láta smá gullkorn fljóta með frá stóranum okkar, höfum ekki verið nógu dugleg við að punkta þau hjá okkur.
Elvar og mamma voru að keyra heim frá Stínu í gær þegar Elvar segir: "Mamma, þegar fólk er dautt þá gerir Guð svona stærðfræði". Mamma var ekki alveg að átta sig á því hvað hann meinti og hváði. "Já hann gerir svona strik" ..."Ertu að meina að hann merki við þegar fólk mætir í himnaríki?" "Já, hann kíkir í gegnum skýin".
Já Guð er sem sagt með kladda og merkir við þegar fólk mætir á svæðið ;)
Við fengum aðra skemmtilega pælingu frá syninum þegar við vorum að keyra heim frá Álftanesinu í gær. Þá var verið að ræða um einn sem hafði sparkað í hið allra heilagasta á öðrum í leikskólanum. Mamman var eitthvað að reyna að útskýra fyrir Elvari hversu hættulegt það gæti verið fyrir drengi að fá spark þarna, m.a. að kúlurnar gætu skemmst og þá gætu þeir kannski ekki eignast börn þegar þeir yrðu stærri. Þá skellir Elvar uppúr: "Já en mamma, strákar eru ekki með börn í maganum!" (mamman greinilega ekki með þetta á hreinu). Nú var úr vöndu að ráða...hversu ítarlega ræðir maður við 5 ára um gang lífsins??? "Jú sko...uuu.strákar þurfa að nota "kúlurnar" til þess að búa til börn..." Við þetta verður Elvar mjööög forvitin og spyr ákveðið "HVERNIG!"...og þegar foreldrarnir eiga erfitt um mál vegna niðurbælds hláturs verður hann eiginlega fúll..."Ekki hlæja!!". Það er greinilegt að hann er eitthvað farin að velta þessu fyrir sér, eða þetta hefur borist í tal hjá vinunum á leikskólanum. Hann var allavega mjög áhugasamur um þetta. Endaniðurstaðan hjá foreldrunum var sú að segja bara við guttann hina týpísku setningu: "Þegar maður og kona elska hvort annað mjög mikið þá eignast þau barn saman...(og svo var klykkt út með einni belg og biðu setningu til að slíta umræðunni)...en þú lærir um þetta í skólanum, í kynfræðslu...þegar þú ert í ca. 6. bekk...nei sko sjáðu stjörnurnar, þessi heitir Venus..". Og málið var dautt...í bili :)
03 mars 2009
Þá er sælan búin í bili hjá pabbanum á bænum en hann byrjaði að vinna á mánudaginn. Hann á samt eftir að taka hluta af fæðingaorlofinu sínu en við eigum eftir að ákveða hvernig það verður skipulagt. Okkur finnst við nú hálfpartinn hafa verið snuðuð með þetta allt saman...þetta leið alltof fljótt! Við erum bara "nýkomin" heim og vildum sko hafa kallinn lengur í orlofi ;) En það þýðir nú ekki að tuða yfir því, þetta er búið að vera frábær tími...að geta átt þessar fyrstu vikur í rólegheitum að kynnast hvert öðru.
Við áttum annars mjög góða helgi og hittum fullt af skemmtilegu fólki. Helgin byrjaði á því að við fengum Friðrik Daða Deb og foreldra í heimsókn. Þau komu til að sjá nýja prinsinn okkar og svo fórum við öll saman að sjá vin Hauks Mána frá Kolkata, hann Alexander Karl sem er nýkomin heim. Þar áttum við yndislega kvöldstund í góðum félagsskap og það var frábært að sjá öll þessi yndislegu börn þarna samankomin. Elvar Orri, Arndís Ísabella (stóra systir Alexanders Karls) og Friðrik Daði léku sér svo fallega saman og litlu guttarnir dunduðu sér á milli þess sem þeir kíktu á stóru krakkana. Þeir veittu nú hvor öðrum ekki mikla athygli þrátt fyrir að hafa eytt tíma saman í sama rúmi úti á Indlandi, enda kannski ekki við því að búast af svona ungum krílum, en það verður gaman að sjá þá grallarast saman þegar þeir stækka.
Laugardagurinn var sannkallaður letidagur og vorum við flest enn á náttfötunum kl. 17 þann daginn en þá drifum við okkur út að versla og kíktum svo við í Ólafsgeislann til Óla og Þórunnar. Þar biðu börnin spennt eftir að sjá Hauk Mána í fyrsta sinn og vakti hann mikla lukku. Á sunnudaginn var Elvari Orra boðið í keilu með Stínu og kó og Óla og kó og hann þáði það nú með þökkum. Þegar keilan var búin fékk Elvar að fara og leika við Emblu Ýr og Höskuld Ægi og múttan fékk nú að fljóta með. Á meðan dunduðu pabbinn og Haukur Máni sér heima. Karlinn var með smá tilraunamennsku í eldhúsinu, eldaði lambalæri að marókóskum hætti. Það tókst með eindæmum vel hjá honum og buðum við Steinunni ömmu og Sigga afa að njóta með okkur.
Haukur Máni stendur sig afskaplega vel þegar gesti ber að garði og eins þegar við bregðum okkur af bæ með hann. Hann er alveg hættur að vera hræddur við fólk en sýnir það klárlega að mamma og pabbi eru best ;) og auðvitað stóri bróðir. Það er gott að sjá hversu öruggur hann er með sig, sérstaklega hér heima og okkur langar til að skrifa það á það að honum líði vel hér og sé smátt og smátt að átta sig á að þessir skrýtnu foreldrar séu komnir til að vera. Við erum samt enn mjög meðvituð um að tengslamyndunin er flóknara ferli en svo að allt sé bara klappað og klárt nú þegar...en við erum mjög þakklát fyrir hversu vel hefur gengið hingað til.
Við erum líka alltaf að sjá betur og betur hvern mann þessi litli moli hefur að geyma og erum auðvitað fyrir löngu orðin gersamlega heilluð af honum. Hann er mjög glaðlyndur og tekur á móti okkur með breiðu brosi, bæði þegar við sækjum hann inn eftir lúrinn og eins þegar annað okkar hefur brugðið sér af bæ. Þá stekkur hann að hurðinni um leið og hann heyrir hana opnast og brosir breitt til mömmu eða pabba. Hann tekur líka vel á móti brósa sínum þegar hann kemur heim og er oftast sæmilega sáttur við það þegar sá eldri knúsast í honum. Hann virðist því bara vera nokkuð sáttur við lífið þessa dagana: hann elskar sinn mat, elskar að fara í bað (má ekki heyra í krananum án þess að kasta frá sér því sem hann var að gera og æða af stað) og elskar að fara út í göngutúr og í bíltúra. Hann er líka alger svefnpurka og finnst mjög gott að kúrast og knúsast. Svo reynir hann meira að segja að syngja, þ.e. ef við höfum sungið eitthvað fyrir hann reynir hann líka. Þá kemur ægilega krúttlegur innlifunarsvipur á manninn og hann syngur/raular smá :) En þessi ungi maður hefur líka skap og sýnir það óspart...lætur heyra vel í sér ef honum mislíkar eitthvað eða ef hann er stoppaður í príli og fikti. Þar er hann nú svoldið ólíkur bróðir sínum sem var nú mjög "passífur" framan af og lét ekki mikið í sér heyra ef verið var að bögglast með hann
En maður getur nú ekki bara talað um litla manninn, það má nú ekki gleyma að segja fréttir af stóranum okkar sem er svo duglegur. Það helsta af honum að segja er að hann er svo til orðin læs! Foreldrarnir er agalega stoltir af honum og hann hefur sýnt miklar framfarir á örskömmum tíma. Hann byrjaði bara allt í einu að hafa afskaplega mikinn áhuga á stöfunum og var farin að þylja stafrófið fljótlega eftir áramót. Nú getur drengurinn lesið löng orð eins og andarungar og vetrarblóm. Hann var svo heppinn að fá Geitungur 2 frá Friðrik Daða vini sínum fyrir helgi og erum við búin að lesa hana spjaldana á milli. Það er bara yndislegt að fylgjast með unganum sínum ná svona þrepi og sjá hversu stoltur hann verður þegar honum er hrósað fyrir árangurinn...ljómar eins og sólin :)
Jæja nú ætlar ritarinn að reyna að hafa vit fyrir sjálfri sér og skella sér í bælið. Foreldrarnir hér á bæ hafa nefnilega þá tilhneigingu að fara alltof seint að sofa, gleyma sér í sjónvarpsglápi eða tölvuhangsi þegar ró er loks komin á húsið....en stuðboltar tveir spyrja nú ekkert að því þegar þeir vakna endurnærðir eftir sinn fegurðarblund á morgnana.

Segjum það því bara gott í bili...
p.s. enn fleiri febrúarmyndir í nýju albúmi :)
Við áttum annars mjög góða helgi og hittum fullt af skemmtilegu fólki. Helgin byrjaði á því að við fengum Friðrik Daða Deb og foreldra í heimsókn. Þau komu til að sjá nýja prinsinn okkar og svo fórum við öll saman að sjá vin Hauks Mána frá Kolkata, hann Alexander Karl sem er nýkomin heim. Þar áttum við yndislega kvöldstund í góðum félagsskap og það var frábært að sjá öll þessi yndislegu börn þarna samankomin. Elvar Orri, Arndís Ísabella (stóra systir Alexanders Karls) og Friðrik Daði léku sér svo fallega saman og litlu guttarnir dunduðu sér á milli þess sem þeir kíktu á stóru krakkana. Þeir veittu nú hvor öðrum ekki mikla athygli þrátt fyrir að hafa eytt tíma saman í sama rúmi úti á Indlandi, enda kannski ekki við því að búast af svona ungum krílum, en það verður gaman að sjá þá grallarast saman þegar þeir stækka.
Laugardagurinn var sannkallaður letidagur og vorum við flest enn á náttfötunum kl. 17 þann daginn en þá drifum við okkur út að versla og kíktum svo við í Ólafsgeislann til Óla og Þórunnar. Þar biðu börnin spennt eftir að sjá Hauk Mána í fyrsta sinn og vakti hann mikla lukku. Á sunnudaginn var Elvari Orra boðið í keilu með Stínu og kó og Óla og kó og hann þáði það nú með þökkum. Þegar keilan var búin fékk Elvar að fara og leika við Emblu Ýr og Höskuld Ægi og múttan fékk nú að fljóta með. Á meðan dunduðu pabbinn og Haukur Máni sér heima. Karlinn var með smá tilraunamennsku í eldhúsinu, eldaði lambalæri að marókóskum hætti. Það tókst með eindæmum vel hjá honum og buðum við Steinunni ömmu og Sigga afa að njóta með okkur.
Haukur Máni stendur sig afskaplega vel þegar gesti ber að garði og eins þegar við bregðum okkur af bæ með hann. Hann er alveg hættur að vera hræddur við fólk en sýnir það klárlega að mamma og pabbi eru best ;) og auðvitað stóri bróðir. Það er gott að sjá hversu öruggur hann er með sig, sérstaklega hér heima og okkur langar til að skrifa það á það að honum líði vel hér og sé smátt og smátt að átta sig á að þessir skrýtnu foreldrar séu komnir til að vera. Við erum samt enn mjög meðvituð um að tengslamyndunin er flóknara ferli en svo að allt sé bara klappað og klárt nú þegar...en við erum mjög þakklát fyrir hversu vel hefur gengið hingað til.
Við erum líka alltaf að sjá betur og betur hvern mann þessi litli moli hefur að geyma og erum auðvitað fyrir löngu orðin gersamlega heilluð af honum. Hann er mjög glaðlyndur og tekur á móti okkur með breiðu brosi, bæði þegar við sækjum hann inn eftir lúrinn og eins þegar annað okkar hefur brugðið sér af bæ. Þá stekkur hann að hurðinni um leið og hann heyrir hana opnast og brosir breitt til mömmu eða pabba. Hann tekur líka vel á móti brósa sínum þegar hann kemur heim og er oftast sæmilega sáttur við það þegar sá eldri knúsast í honum. Hann virðist því bara vera nokkuð sáttur við lífið þessa dagana: hann elskar sinn mat, elskar að fara í bað (má ekki heyra í krananum án þess að kasta frá sér því sem hann var að gera og æða af stað) og elskar að fara út í göngutúr og í bíltúra. Hann er líka alger svefnpurka og finnst mjög gott að kúrast og knúsast. Svo reynir hann meira að segja að syngja, þ.e. ef við höfum sungið eitthvað fyrir hann reynir hann líka. Þá kemur ægilega krúttlegur innlifunarsvipur á manninn og hann syngur/raular smá :) En þessi ungi maður hefur líka skap og sýnir það óspart...lætur heyra vel í sér ef honum mislíkar eitthvað eða ef hann er stoppaður í príli og fikti. Þar er hann nú svoldið ólíkur bróðir sínum sem var nú mjög "passífur" framan af og lét ekki mikið í sér heyra ef verið var að bögglast með hann
En maður getur nú ekki bara talað um litla manninn, það má nú ekki gleyma að segja fréttir af stóranum okkar sem er svo duglegur. Það helsta af honum að segja er að hann er svo til orðin læs! Foreldrarnir er agalega stoltir af honum og hann hefur sýnt miklar framfarir á örskömmum tíma. Hann byrjaði bara allt í einu að hafa afskaplega mikinn áhuga á stöfunum og var farin að þylja stafrófið fljótlega eftir áramót. Nú getur drengurinn lesið löng orð eins og andarungar og vetrarblóm. Hann var svo heppinn að fá Geitungur 2 frá Friðrik Daða vini sínum fyrir helgi og erum við búin að lesa hana spjaldana á milli. Það er bara yndislegt að fylgjast með unganum sínum ná svona þrepi og sjá hversu stoltur hann verður þegar honum er hrósað fyrir árangurinn...ljómar eins og sólin :)
Jæja nú ætlar ritarinn að reyna að hafa vit fyrir sjálfri sér og skella sér í bælið. Foreldrarnir hér á bæ hafa nefnilega þá tilhneigingu að fara alltof seint að sofa, gleyma sér í sjónvarpsglápi eða tölvuhangsi þegar ró er loks komin á húsið....en stuðboltar tveir spyrja nú ekkert að því þegar þeir vakna endurnærðir eftir sinn fegurðarblund á morgnana.

Segjum það því bara gott í bili...
p.s. enn fleiri febrúarmyndir í nýju albúmi :)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)