...nema hvað minnsti skaftinn náði sér í pest um helgina. Ansi góð tímasetning hjá litla gullinu en við skelltum okkur nefnilega í sumarbústað á föstudaginn síðasta. Komum í bústaðinn um kvöldmat og gaurinn var hress en um nóttina var hann orðin ansi heitur, greykallinn. Hann þurfti því bara að dúsa inn í bústað alla helgina og foreldrarnir skiptust á að fara út í pott og í göngutúra með Elvari Orra. Við gældum þó við það að fara bara heim á laugardeginum þar sem Haukur var ansi lufsulegur en það var ekkert ferðaveður og alveg eins gott að hafa það kósí í heitum bústað. Þannig að við áttum nú bara góða helgi í ótrúlega flottum bústað, hefði alveg getað hugsað mér að eiga hann ;)
Annars er voða lítið af okkur að frétta og lífið gengur sinn vanagang. Elvar Orri heldur áfram að stunda sinn leikskóla, fimleika og fótbolta...önnum kafinn maður. Og minnsti kallinn er líka önnum kafinn heima á daginn með mömmu. Hann er alger vinnumaður, er allan daginn eitthvað að stússast :) Honum finnst æðislegt að grammsa í Elvars herbergi, þ.e. þegar stóri prinsinn segir ekki lok lok og læs og hendir þeim litla út ;) Þeir bræður eru oftast góðir saman og Elvar hefur mikið dálæti á Hauki. Helstu vandamálin eru að hann vill svoldið mikið druslast með Hauk og atast svoldið í honum...en Haukur lætur nú oftast heyra hressilega í sér. Elvar Orri hefur nú eitthvað verið að sýna foreldrunum pirring og verið frekar argur, sennilegast er ástandið eitthvað að fara í taugarnar á honum stundum. Það hlýtur nú að reyna svoldið á að þurfa að deila sviðsljósinu með einhverjum öðrum ;)
Elvar Orri og múttan skelltu sér í afmæli í gær til Róberts Breka en Haukur Máni og pabbi misstu af þeirri veislu....en við borðuðum nú bara fyrir þá :) Það er nú alltaf gott að bregða sér aðeins af bæ og hitta góða vini...og ekki skemma góðar kræsingar fyrir. Elvar Orri skemmti sér vel með hinum gaurunum, en það er óhætt að segja að strákar séu í meirihluta í þessum hópi og stuðið eftir því, hehe. Í þessari heimsókn græddi Elvar nú líka heila skólatösku en hún Dagga vinkona hans gaf honum splunkunýja og flotta tösku. Það var nú spenntur strákur sem mátaði töskuna í morgun...ekki laust við að spenningur sé farin að gera vart við sig þó enn séu nú nokkrir mánuðir til stefnu.
Jæja segjum það gott í bili, erum að vinna í að setja inn myndir...koma að vörmu :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli