07 júní 2009

Útskriftardrengur :)



Já stóri strákurinn okkar bara útskrifaður :) Á fimmtudaginn var yndisleg útskriftarathöfn í Valskapellunni og þessi líka fíni hópur útskrifaður frá leikskólanum Sólhlíð. Mömmum og pöbbum hafði verið bent á að koma með vasaklúta og full þörf var á þeim þegar ungarnir hófu upp raust sína og sungu öll flottu lögin sem þau voru búin að æfa. Þar á meðal sungu þau Þúsaldarljóðið og fullt af fallegum lögum með ótrúlega fallegum textum...já þessi mútta þurfti fékk alla vega nokkrum sinnum tár í augun við að sjá gullið sitt ljóma eins og sólin og syngja :) Eftir þessa flottu stund fékk prinsinn að velja veitingastað um kvöldið og KFC í mosó fyrir valinu, enda var drengnum lengi búið að langa til að kíkja á rennibrautirnar þar.

Helgin okkar er líka búin að vera ansi góð. Skelltum okkur í Heiðmörk á laugardaginn þar sem við hittum stórfjölskylduna og áttum með þeim frábæran dag í geggjuðu veðri. Tilefnið var að eiga góðan dag með frænkum okkar sem búa í Bandaríkjunum og börnum þeirra. Þar fengum við grillaðar pylsur og góðar kökur og börnin léku sér í góða veðrinu...ansi góður dagur það :) Á leiðinni heim datt okkur það snjallræði í hug að kaupa litla buslulaug svo ungarnir gætu notið sólarinnar úti á svölum. Þegar heim var komið vorum við fljót að bera vatn í laugina og Elvar Orri, Embla Ýr og Haukur Máni gusuðust út í með miklu stuði. Elvar og Embla entust heillengi í lauginni og var í raun sparkað upp úr af sundlaugarvörðunum grimmu...enda var laugin orðin hálf loftlítil. Og skýringin? Jú þeim hafði dottið í hug að bíta í kantinn...já bíta í svo á kom gat og loftið puðraðist út!!! Ja hérna hér, það sem börnum dettur í hug. Það er óhætt að segja að sundlaugarverðirnir í Skaftahlíð 8 voru frekar fúlir enda hefði allt eins verið hægt að henda þessum 2000 kalli út um gluggann ;)

Í dag fórum við svo að hitta góðan vin Elvars Orra, Jón Einar, og fjölskylduna hans. Þeir guttar hafa náð afkaplega vel saman síðan þeir kynntust í útilegu ÍÆ í fyrra og eru alltaf svo yndislega glaðir að sjá hvorn annan. Eftir að hafa eytt góðum tíma með þeim var komin tími á að fara með litla skæruliðann heim, enda stefndi í að hann myndi leggja húsið í rúst, og var Elvari boðið að vera lengur hjá Jóni Einari. Það var því glaður ungur maður sem kom heim seinnipartinn og hlakkar hann mikið til að hitta vin sinn aftur.

Við enduðum svo helgina á að bjóða Hössa afa og Mundu ömmu í mat af tilefni dagsins. Hössi afi er nefnilega sjómaður og hér var boðið upp á sjóara-grillkjöt, sjóara-meðlæti og sjóara-köku...vorum ekki alveg að nenna að bjóða upp á eitthvað sem kæmi úr sjálfum sjónum ;)

Á morgun er ætlunin að bruna vestur á firði og eyða þar nokkrum dögum. Langaamma og langafi á Þingeyri hafa aldrei séð yngri prinsinn og kominn tími á að bæta úr því. Vonum bara að prinsinum góða þóknist bílferðin langa ;)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vá en æðisleg mynd af útskriftardrengnum! bara alvöru :-)

Góða ferð vestur kæru vinir.. vonandi þóknast litla manninum bílferðin vel :-) bara stoppa oft og leyfa honum að hlaupa aðeins um ;-)

Heyrumst og sjáumst svo..
ps. það er búið að festa afmæli yngstu skvísunnar á bænum.. 5.júlí (sunnudagur) um 5 leitið.. grillpartý ;-) hafið það bak við eyrað og takið daginn frá ef þið getið **

Svo heyrumst við og sjáumst fljótt
knús knús Hrefna, Þröstur og kids*