29 mars 2010

Páskafrí!

Þá eru Elvar Orri og múttan komin í langþráð páskafrí og ætla sko að hafa það huggulegt saman. Pabbi og Haukur Máni þurfa nú eitthvað að sinna sínum störfum en svo ætlum við að njóta helgidagana með tilheyrandi súkkulaðiáti ;)

Fjölskyldan skellti sér í ferðalag um helgina með stórfjölskyldunni og vinum, fórum í Ensku húsin við Langá. Þar var sko nóg pláss fyrir alla enda höfðum við húsið út af fyrir okkur. Krakkarnir kunnu nú vel að meta að geta leikið sér með látum í þessu gamla húsi...og fullorðna fólkið kunni líka meta að verða ekki gal í hávaðanum, enda húsið svo stórt að vel fór um alla. Veðrið var nú því miður ekki upp á marga fiska, sannkallað gluggaveður...sólskin en hvass norðanbelgingur svo varla var hundi út sigandi, ef einhvern hefðum við haft hundinn ;) En við höfðum það bara gott inni í staðinn, spiluðum, borðuðum góðan mat, spjölluðum, kellurnar prjónuðu og svo stýrði Halldóra bingóstjóri hörkuspennandi páskabingói. Í því bingói fengu allir vinning og vakti það mikla lukku. Ferðin heppnaðist svo vel hjá okkur að við erum að spá í að gera þetta að árlegum viðburði.

Framundan er svo nóg að gera; ferming, árlegur föstudags langa bíltúr, skírn, matarboð...og auðvitað að reyna að hitta skemmtilegt fólk og spila :)

Bestu kveðjur,
Skaftarnir

Engin ummæli: