
Hér á bæ var ræs klukkan 8.30 og hafði sá minnsti þá sofið í einum dúr alla nóttina frá kl. 21...foreldrarnir nokkuð ánægðir með það :) Stóri bróðir rumskaði við hjalið í þeim minni og þeir lágu um stund hlið við hlið bræðurnir og horfðu á hvern annan, klöppuðu og potuðu...bara yndislegt að horfa á þá saman.
Við fórum til Gests Pálssonar barnalæknis á mánudaginn og það var þraut fyrir litla kallinn okkar. Elvar Orri fékk að koma með af því var svo spenntur að hitta Gest og var handviss um að það væri betra fyrir Hauk Mána að hafa hann með ;) Eftir að hafa togað og teygt og stungið og mælt litla manninn sagði Gestur okkur að honum litist afskaplega vel á þetta eintak. Hann virðist vera hraustur og ekkert sjáanlegt sem er mikill léttir þar sem skýrslan hans var nú svolítið áhyggjuefni í fyrstu. Við eigum nú samt að koma aftur á fimmtudaginn til að lesa úr berklaprufunni og svo aftur á næsta mánudag. Þá ætlar Gestur að láta óma hrygginn á gaurnum, bara til að vera alveg viss um að allt sé í góðu.
Þessa dagana tökum við því bara rólega með gaurunum okkar. Við ætlum að halda Hauk Mána eitthvað inn, Gestur ráðlagði okkur að vera ekkert að æða af stað með hann strax, sagði okkur að það væri margt í gangi þessa dagana þ.á.m. RS-vírusinn. Elvar Orri fór í leikskólann í gær, en hann hafði fengið frí á föstudaginn og mánudaginn. Hann er mjög spenntur að koma heim og hitta litla brósa og sá stutti er glaður að sjá hann. Nú eru þeir feðgar frammi í stofu, nýbúnir að fá sér morgunmat...og þeim minnsta fannst greinilega ekki nóg að fá graut í morgun því hann æddi að borðinu þegar hann sá Arnar og Elvar gæða sér á bananabrauði...alltaf hægt að bæta aðeins við ;) Elvar Orri er að fara í heyrnamælingu og fer því ekki í leikskólann fyrr en um hádegi og er að njóta þess að vakna í rólegheitunum og horfa á Simpson Movie.
Segjum það gott í bili,
Bestu kveðjur úr Skaftó :)
1 ummæli:
Hæ elskurnar.
Oooo hvað það er gaman að lesa fréttir af ykkur, hér á bæ er mikið talað um ykkur og mikil tilhlökkun að hitta ykkur öll fjögur :-)
Æji hvað þeir bræður eru yndislegir!!
Gott að heyra að Gestur var ánægður með þann stutta, frábært alveg.. gott hjá ykkur að halda honum aðeins inni svo hann fari nú ekki að næla sér í einhvern óþverra greyið.
Takk fyrir fréttirnar af ykkur :***
kossar og knús frá okkur álfunum ;-)
Ykkar vinir, Hrefna, Þröstur og börn
Skrifa ummæli