25 janúar 2009

Bræðrastuð...


Erum svona hægt og rólega að koma rútínu á lífið hér á bæ, vorum gjörsamlega búin á því eftir ferðina heim en erum öll að koma til. Allt gengur vel, litli snúður blómstrar og við sjáum mun á honum dag frá degi...sefur vel, borðar vel, hlær og knúsast - gæti ekki verið betra, stóri snúður stendur sig líka afskaplega vel og er mjög hjálplegur og áhugasamur um litla bróðir.

Ætlum að skella inn almennilegri færslu á næstunni og fleiri myndum, höfum bara ekki haft orku í það né tíma (hvað er málið með þennan endalausa óhreina þvott!!! þvottavélin fer að brenna yfir um!). En þangað til segjum við takk fyrir að fylgjast með okkur og takk fyrir allar góðu kveðjurnar...vermir svo sannarlega hjartað að sjá hversu margir fylgdust með ferðalaginu okkar :)

Knús og kossar frá sáttum foreldrum og sætum bræðrum :*

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Flottir saman bræðurnir!!! Velkomin heim, sjáumst vonandi brátt.

Kv,
Kristine & Óli

Hlíðarásinn sagði...

Guð hvað það er gaman að sjá þá saman bræðurna :-) þeir eru æðislegir!!
Ég hef ekkert viljað hringja í ykkur elskurnar, erfitt.. mjöög erfitt! :-)
En ég veit að þið þurfið ykkar frið og tíma með gullmolunum ykkar.
Hlakka til að heyra í ykkur og sjá.. ég verð bara þolinmóð ;-)
knús og kossar á ykkur og yndislegt að heyra hvað gengur vel hjá ykkur***
Ykkar vinir,
Hrefna, Þröstur og börn

Nafnlaus sagði...

Yndislegt að sjá bræðurna saman.
Hafið það gott!
kv. Hildur, Bjössi og börn

Nafnlaus sagði...

Gaman að sjá bræðurna saman og að fá að fylgjast með ykkur hérna. Hafið það gott
Kv. Jónína

Nafnlaus sagði...

Stórglæsilegir synir sem þið eigið. Býð þér í strákastuð í Akurgerði þegar fer að vora þar sem við getum borið saman bækur okkar um strákauppeldið.
Knús, Steina

Nafnlaus sagði...

Þeir eru bara flottastir - algjör æði ... strákarnir ykkar. Hlakka svo til að hitta ykkur og gangi ykkur endalaust vel. - ég veit hvað þú meinar með þvottinn - ég skil ekkert í þessu, er alltaf að þvo og brjóta saman!!!
Knús og kyss frá okkur til ykkar

Nafnlaus sagði...

Guð hvað þeir eru flottir saman :)
Já að er sko endalaus þvottur, allavega hér á bæ með ungling og svo tvö yngri.
Kv Auður Hilmarsd