
Í þessum rituðu orðum liggur lítill maður sofandi í rúminu okkar og sýgur puttann sinn. Að baki er einn stærsti og hugsanlega erfiðasti dagurinn í lífi hans og hann hefur staðið sig eins og lítil hetja. Það reynir heldur betur á svona smáfólk þegar það er rifið úr sínu umhverfi, þar sem hann er búinn að vera í ca. 15 mánuði, og skellt í fangið á ókunnugu fólki.
Eftir að hafa hvílst um stund á hótelinu eftir siglinguna með Anup lögðum við af stað á barnaheimilið. Við vorum með bílstjórann hans Anup og hann vissi svona nokkurn veginn hvar þetta væri. Anju tók á móti okkur í húsnæðinu þar sem skrifstofurnar eru og þar eru einnig þau börn sem eru að verða tilbúin til að fara til foreldra sinna ásamt nokkrum litlum krílum. Eftir að hafa farið með henni í gegnum öll pappírsmál fórum við inn í herbergið þar sem Somdip var. Hann lá í vöggunni sinn ásamt Irani og Iman, hinum krílunum sem eru að koma til Íslands. Hann var ósköp rólegur, enda kominn tími á miðdegislúrinn hans. Við tókum nokkrar myndir þarna og spjölluðum við Anju og fengum að vita margt um Somdip, hvað hann borðar (og samkvæmt þeim er hann algert matargat), hvernig karakter er hann...."Very naughty" sagði Anju ;) Það var tilfinningaþrungin stund að kveðja með Somdip í fanginu...það var augljóst á fóstrunum, sérstaklega einni, að þær áttu eftir að sjá á eftir honum. Og hvernig þakkar maður þessum konum fyrir að hafa séð um barnið okkar í alla þessa mánuði? Fyrir að hafa ekki einungis fætt hann og klætt heldur líka gefið honum ást og umhyggju...Það eina sem við gátum gert var að segja thank you...og reyna að setja okkar einlæga þakklæti í þessi tvö orð...

Somdip var rólegur (sennilega stjarfur) á leiðinni á hótelið, og steinsofnaði í bílnum (alveg eins og stóri bróðir). Hann svaf svo í ca. 2 tíma eftir að við komum á hótelið og við lögðum okkur aðeins með honum. En þegar hann vaknaði kom áfallið hjá honum og hann var mjög aumur. Það er ekki hægt að lýsa því hversu erfitt það er sjá hann svona sorgmæddan og geta lítið gert. Við vitum að þetta tekur tíma...með tíð og tíma mun hann sjá að við erum ekki svo slæm ;) Jæja við náðum nú loks að róa hann með því að gefa honum að borða...sennilega er leiðin að hjarta svona matargata í gegnum magann ;) Hann borðaði vel og drakk pelann sinn og eftir það var hann nokkuð kátur. Hann sat í rúminu sínu og lék með dót...og við fengum meira að segja smá bros hér og þar. Eftir þetta hefur hann verið svona bæði og...gleymir sér í smástund en grætur inn á milli...og rígheldur í naghringinn sem hann fékk með sér af barnaheimilinu.

Nú vonum við að nóttin verði góð og hann vakni öllu sáttari við hina nýju foreldra sína :)
Bestu kveðjur frá Kolkata...og takk fyrir allar hlýju kveðjurnar :*
p.s. reynum að setja fleiri myndir inn á myndasíðuna á eftir
8 ummæli:
Elsku vinir, innilega til hamingju með litla fallega drenginn ykkar. Elvar verður svo stoltur stóri bróðir. Knús og kossar frá okkur Sóla og co.
Til hamingju með að vera búina að fá litla prinsinn ykkar í fangið. Við heima fylgjumst spennt með og hlökkum órtúlega mikið til að fá ykkur heim aftur.
love you all Stína og familie
Elsku vinir,
loksins.. loksins er hann Haukur Máni Somdip ykkar kominn í fangið á mömmu og pabba!
Innilega til hamingju með þennan stóra áfanga :-)
Hlökkum til að sjá ykkur öll fjögur :-)
Litli kúturinn ykkar verður fljótur að átta sig á hversu heppinn hann er að hafa eignast ykkur sem foreldra **
Til hamingju elsku Arnar, Magga og Elvar Orri.
Ástarkveðja frá okkur Hlíðarás-álfunum
Hrefna, Þröstur og börn
elsku vinir enn og aftur til hamingju með son numer tvö,hann er yndislegur og á eftir að fíla ykkur í botn enda ekki annað hægt,en já reynsla mínn sem móðir og dagmóðir er að tæla börnin með mat haha svo kemur hitt að sjálfum sér....knús og kossar úr ásholtinu frá Elvu,Finnboga og drengjakórnum
Til hamingju með þennan litla gullmola - ég fór bara að gráta þegar ég var að lesa þetta - þetta er svo stór stund fyrir ykkur öll. Ég veit að hann á eftir að vera fljótur að jafna sig á öllu sérstaklega þegar hann sér stóra bróðir ... ohhh þið eruð æði og fallegar myndirnar sem þið hafið tekið.
Hlakka til að hitta ykkur - knús og kyss Líney ... + strákarnir
Til hamingju með yndislega litla drenginn ykkar. Það er ekkert betra en að eiga tvo litla gorma til að elska :-)
Steina og strákarnir hennar
Innilega til hamingju með litla fallega drenginn ykkar. Gaman að fylgjast með ævintýrinu í Indlandi og ennþá skemmtilegra verður að fylgjast með framhaldinu á Íslandi.
Hafið það gott og gangi ykkur vel.
Bjössi, Hildur og börn
p.s yndislegar myndirnar sem þið hafið tekið. Fá mann til að langa í langt ferðalag ;)
Innilega til hamingju með nýjustu viðbótina...hlakka til að sjá ykkur þegar við komum næst í heimsókn til Íslands.
Kveðja,
Óli & Kristine
Skrifa ummæli