Annars er þetta allt að koma hjá okkur...búið að panta allt sem panta þarf: flug, hótel, fararkost frá hóteli, leiðsögumann...búið að týna til flesta pappíra sem til þarf...versla það sem til þarf í apóteki fyrir lítinn mann og stærri ferðalanga og einnig að kaupa bleyjur og eitthvað matarkyns handa honum. Svo á bara eftir að henda fötum í tösku og skella sér af stað ;)
Ferðaplan okkar er á þessa leið:
Þriðjudagur 13. jan. - Flogið til Amsterdam og gist þar eina nótt.
Miðvikudagur 14. jan. - Amsterdam-Delhi/Delhi-Kolkata
Fimmtudagur 15. jan. - Kolkata, komin þangað um morgunin. Ef næg orka er fyrir hendi er ætlunin að taka smá skoðunartúr.
Föstudagur 16. jan. - Kolkata, skoðunarferð með Anup.
Laugardagur 17. jan. - STÓRI dagurinn! Fáum loks að hitta herra lillemann Hauk Mána Somdip Arnarsson :)
Sunnudagur 18. jan. - Tjillað á hótelinu með fyrrnefndum herra lillemann...
Mánudagur 19. jan. - Fljúgum til Delhi þar sem við þurfum að fara í sendiráðið til að fá vegabréfsáritun fyrir HMSA
Þriðjudagur 20. jan. - Delhi
Miðvikudagur 21. jan. - Delhi
Fimmtudagur 22. jan. - Delhi-Amsterdam/Amsterdam-Keflavík....
Og þannig er nú það...

2 ummæli:
Góða ferð Magga og Arnar. Vona að stóri prinsinn eigi ekki eftir að sakna mömmu og pabba alltof mikið. ég veit hvað það er erfitt að geta ekki verið hjá ungunum sínum(þó það séu bara nokkrar nætur)Hlakka til að fylgjast með ykkur á Indlandi. Vilduð þið skila kærri kveðjur frá Kristjáni og Grími(bróðir Stjána) til Anups. Þeir voru með hann sem leiðsögumann feb´03 þegar prinsessan kom heim.Góða ferð og kærar kveðjur Gullý og fjölsk.
Vildi bara óska ykkur góðrar ferðar!!
Gangi ykkur sem best.
Knús
Bryndís Þóra
Skrifa ummæli