Við vorum að koma inn úr siglingu á Ganges, sem var ótrúleg upplifun, og erum að gera okkur tilbúin til þess að fara á barnaheimilið. Ætlum að reyna að skella inn færslum um gærdaginn og siglinguna þegar tími til gefst en ætli næsta færsla verði nú ekki um lilleman :) Ætlum að fá okkur eitthvað í gogginn og bruna svo á Matri Sneha barnaheimilið....ótrúlegt að komið sé að þessu. Við vonum bara að hann taki okkur vel og allt gangi vel...kannski rétt að senda ósk um gott gengi til Ganesh, sem er einn vinsælasti guðinn hér...og færir fólki gott gengi og gæfu. "Om Ganesh Rama" ;)
Þangað til síðar....
4 ummæli:
Já nú er komið að þessu. Er búin að vera að kíkja annað slagið í gær og svo núna í morgun til að fá fréttir, bíð spennt.
Gangi ykkur rosavel.
Knús
Dagga
Gangi ykkur rosalega vel !
Sendum ykkur allar okkar góðu hugsanir.
Hlökkum til að sjá myndir af ykkur :-)
Hlíðarás-álfarnir
Bíðum líka spennt hér í Stekkjarhvamminum! Vonandi hefur allt gengið vel.
Kveðja frá Kuben...
Stína og Óli
Skrifa ummæli